fbpx

DIY KVÖLDSINS: KRYDDJURTUM PLANTAÐ

DIYIkeaPersónulegt

Ég datt í smá tiltekt um helgina og fann þá í einni eldhússkúffunni kryddjurtasett sem ég hafði keypt í Ikea fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ég ákvað að planta fræjunum snöggvast en þau sem voru í pakkanum mínum voru fyrir kóríander, timían og basiliku. Þó truflaði græni liturinn á glösunum mig frekar mikið enda langt frá því að vera minn litur, ég ákvað því að smella bara á glösin smá marmarafilmu sem ég á alltaf ofan í skúffu. Það er líka til dálítið sem heitir blómapottar… en það er fínt að spara nokkra hundraðkalla og nýta þessi pappaglös. Að lokum notaði ég merkivélina mína góðu og bjó til litla límmiða til að sjá hvað er hvað. Núna er næsta skref að plasta glösin eftir leiðbeiningum og bíða í nokkrar vikur eftir ferskum kryddjurtum. Vá hvað mig hlakkar til mmmm.

20150728_214526

20150728_21460320150728_204435

Og svona leit þetta út fyrir, grænt og fagurt. Ég henti þessu upphaflega ofan í skúffu því ég átti eftir að kaupa mold, en svo komst ég að því í kvöld að það var allann tíman mold ofan í þessu en ekki hvað! Ég er strax búin að ákveða hvað ég ætla að malla úr ferska kóríandernum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421

VILTU VINNA MUUTO STACKED HILLU?

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

 1. Ragnheiður ósk

  29. July 2015

  Merkivélin góða hvar keyptiru hana aftur? Var að reyna að finna færsluna um hana en gekk ekki…

  • Svart á Hvítu

   29. July 2015

   úff, ég er sko þegar orðin stressuð! Held aldrei neinum plöntum eða blómum á lífi, vona svo innilega að þetta gangi upp:)

 2. Elísabet Gunnars

  29. July 2015

  Æði! Verður spennandi að fylgjast með ..

 3. Sigrún

  25. August 2015

  Æði

 4. Hildur

  15. September 2015

  Hvar fæst marmarafilman?