fbpx

NÝ & SPENNANDI ÍSLENSK HÖNNUN EFTIR VÉDÍSI PÁLS

HönnunÍslensk hönnun

Nýlega sagði ég ykkur frá nýrri íslenskri vefverslun, Ramba sem býður upp á sérvaldar og vandaðar vörur fyrir heimilið – en það er ein vara sem fæst hjá þeim sem vakti sérstaka athygli mína fyrir þær sakir að hún er eftir íslenskan hönnuð og framleidd af Kristina Dam Studio.

Kristina Dam Studio leggur áherslu á einstaklega sérstök form og efnivið. Allar vörurnar frá Kristina Dam eru tímalausar og hannaðar sérstaklega fyrir skandinavíska minimalista.

Íslenski vöruhönnuðurinn Védís Pálsdóttir var í starfsnámi hjá Kristina Dam Studio árið 2017 ári eftir að hún útskrifaðist úr vöruhönnun við Listaháskóla Íslands vorið 2016. Eitt af fyrstu verkefnunum sem hún fékk hjá Kristina var að hanna spegil.

“Ég fékk algjört frelsi við hugmyndavinnuna en Kristina leiðbeindi mér svo í réttar áttir allan tímann. Einkennisorð Kristinu Dam er skúlptúrískur minimalismi og ég var með það á bakvið eyrað við gerð spegilsins auk þess sem ég sjálf heillast af einföldum geómetrískum formum í hönnun. Það var áskorun fyrir mig að hanna vöru inn í vörulínu og hugmyndaheim einhvers annars. Það var góð tilfinning að fá fyrsta eintak spegilsins í hendurnar og sjá hugmynd sem byrjaði sem skissa á blaði verða að áþreifanlegum hlut. Spegillinn hangir núna í stofunni heima hjá mér og minnir á lærdómsríkan tíma hjá Kristina í Kaupmannahöfn” segir Védís Pálsdóttir.

Smelltu hér til að skoða úrvalið frá Kristina Dam hjá Ramba.

Áfram íslensk hönnun – það er svo einstaklega gaman að sjá þegar íslenskir hönnuðir ná þessum árangri.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu

40 HUGMYNDIR FYRIR GARÐINN & PALLINN

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Halla

    23. May 2020

    Fallegt stofustáss.