fbpx

NOTALEG STUND // JÓLATÍMARITIN DREGIN FRAM OG SÚKKULAÐIHÚÐUÐ JARÐABER

Mæli meðPersónulegtSamstarf

Ég tók fram nýlega jólatímaritin sem ég hef safnað saman undanfarin ár – gera ekki allir slíkt hið sama?♡ Ég er með eitt markmið fyrir þessi jól og það er að reyna að eiga rólegan desembermánuð og geta átt gæða stundir með fjölskyldunni minni án þess að vera með langan to-do lista af verkefnum. Eitt af því er að undirbúa skreytingar og kaupa jólagjafir tímanlega og því er ég aðeins byrjuð að fletta tímaritum og skoða á Pinterest fallegar hugmyndir sem ég kem til með að deila með ykkur.

Ég stefni svo sannarlega á að halda mig við sykurleysið yfir hátíðarnar og held ég muni fara létt með það í ár. Er jafnvel komin með nýtt uppáhalds konfekt sem ég á til við sparitilefni og það eru jólin aldeilis! Konfektið er frá Valor og ég hef verslað það t.d. í Fjarðakaupum og Bónus (mögulega fleiri verslanir). Mæli með að smakka! Hinsvegar er ég komin með æði fyrir súkkulaðihúðuðum jarðaberjum og gæti borðað þau alla daga. Ég nota Valor Dark súkkulaðið (merkt Stevia) og það er nánast eins á bragðið og Síríus suðusúkkulaðið klassíska.

Það er mjög auðvelt að bræða súkkulaðið / ég set á afþýðingu og það harðnar ótrúlega fljótt eftir að jarðaberjunum er dýft í, þarf því ekkert að kæla þau fyrst. Sem er snilld fyrir ekta nautnarseggi sem vilja strax smakka! Þetta er tilvalið að eiga til yfir góðri bíómynd eða með girnilegum ostabakki í saumaklúbbnum.

// Ég er í dag í ánægjulegu samstarfi við Valor eftir að hafa verslað þessar vörur lengi þegar ég byrjaði sykurleysis vegferð mína og fannst Valor súkkulaðið vera stór partur af þeirri velgengni.

Mmmm… ég mæli með að þið prófið.  Það er nefnilega alveg ótrúlega auðvelt að vera sykurlaus þegar hægt er að útbúa allskyns ljúffengt góðgæti með sykurlausu súkkulaði.

Fylgstu endilega með á Instagram @svana.svartahvitu 

TREND // PAPPÍRSLJÓS

Skrifa Innlegg