fbpx

NETTILBOÐ Á EPAL.IS UM HELGINA! MÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR

ÓskalistinnSamstarf

Um helgina stendur yfir nettilboð í vefverslun Epal.is þar sem boðið verður uppá 15% afslátt af allri gjafavöru ásamt enn meiri afslætti á völdum vörum. (Afslátturinn verður virkur á miðnætti!). Í samstarfi við verslunina tók ég saman nokkra hluti sem ég er með á mínum óskalista sem finna má í vefversluninni. Ég er með augun á nokkrum hlutum og eins og alltaf þá hafa sumir hlutir setið mjög lengi á mínum óskalista. Fyrst og fremst er það klassíska Henning Koppel kannan frá Georg Jensen, öðru nafni Masterpiece því hún er svo sannarlega meistarastykki. Þar á eftir er Raawii skál á fæti eitthvað sem ég er mjög heit fyrir – smart dönsk hönnun. Það var aldeilis ekki erfitt að setja saman minn draumalista 

// Myndaalbúm frá Printworks sem nýtur sín vel á stofuborðinu. 5.900 kr. // Raawii skál á fæti, verð frá 7.200 kr. // Geggjaður Ikebana vasi frá Fritz Hansen. Verð frá 13.700 kr. // Smart glös á fæti frá Ferm Living, 2pk 5.900 kr. // HK kanna frá Georg Jensen, verð frá 31.000 kr. (lítil). // Gylltur og smart kökuspaði frá Ferm Living, 5.900 kr. // Bleikur vasi frá Fólk Reykjavík, 10.500 kr. // Eldfast mót, skál frá Ro Collection, væri til í allar stærðir úr þessari línu. Verð um 6.900 kr. // Stafamotta í barnaherbergið frá Lorena Canals, 22.900 kr. // 

Fyrir ykkur sem ætlið að kíkja við í vefversluninni og gera góð kaup þá ætla ég að mæla með nokkrum uppáhalds vörum sem rötuðu ekki á óskalistann sökum þess að ég hef átt þær lengi.

1. Heimsins besta skóhorn frá Normann Copenhagen. Það er ekkert grín hvað þetta er vel hannað skóhorn, ég gaf foreldrum mínum svona síðast í innflutningsgjöf og er með annað í bústaðnum. Mæli með – sjá betur hér.

2. Ég elska ilminn af fljótandi þvottaefninu frá Humdakin og hef farið í gegnum mjög marga brúsa. Ekki skemmir svo fyrir að þetta er umhverfisvænna þvottaefni. Sjá hér.

3. Jólalakkrísinn frá Bülow er í vandræðalega miklu uppáhaldi og tilvalinn til að gefa í aukagjafir um jólin og t.d. kennaragjafir. Uppáhalds mínir eru í jólalínunni, Classic og gold. Sjá hér.

4. Dagbók Rakelar Tómas 2020 er möst have að mínu mati og því tilvalið að næla sér í hana á afslætti. Sjá hér.

5. Iittala er alltaf smá uppáhalds hjá mér og þar er Kastehelmi línan ofarlega á lista yfir uppáhalds línurnar. Ég er mjög hrifin af krukkunum mínum sem ég á í glæru og geymi á baðherberginu undir t.d. bómullarskífur og eyrnapinna. Látlaus og falleg hönnun. Sjá iittala hér í vefverslun (raðað eftir vinsældum og þar er krukkan í 7. sæti.) Tilvalið í jólapakkann.

Ég vona að þessi listi komi að góðum notum. Fyrir áhugasama þá stendur afslátturinn yfir alla helgina, frá föstudegi til sunnudags! Kíktu við á Epal.is til að sjá úrvalið og þær vörur sem fara á enn meiri afslátt.

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FALLEGT & STÍLHREINT ÍSLENSKT HEIMILI

Skrifa Innlegg