fbpx

MÚMÍN VETRARBOLLINN 2017

Hönnun

Ég ætlaði bara rétt að kíkja hingað inn í kvöld eftir mjög langan afmælisstússdag, þið sáuð mörg frá deginum á Svartahvitu snappinu og ég er ansi þreytt en glöð eftir daginn og almáttugur hvað Bjartur er í skýjunum með daginn sinn. Ég er þó enn í smá áfalli að hafa haldið all in Spiderman afmæli en gleðin hjá einu barni að hafa fengið að velja þetta svona mikið sjálfur gerir þetta allt þess virði.

Ég stóðst þó ekki mátið að skella í eina færslu í kvöld og sýna ykkur sæta Múmín vetrarbollann sem er væntanlegur í byrjun október. Ég vel mjög vandlega núna þá bolla sem ég bæti við safnið en eruð þið að sjá hvað þessi er gordjöss? Mér finnst þessi hreinlega vera einn af þeim allra fallegustu.

Góða helgi!

LITUR ÁRSINS 2018 FRÁ NORDSJÖ: BLEIKUR HEART WOOD

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Ale

    16. September 2017

    Er svo mikið sammála, aðeins of fallegur ?

  2. Guðrún Sørtveit

    16. September 2017

    Vá hvað þessi er fallegur!