fbpx

LITUR ÁRSINS 2018 FRÁ NORDSJÖ: BLEIKUR HEART WOOD

Fyrir heimilið

Má bjóða ykkur að sjá lit ársins 2018 að mati Nordsjö sem er eitt af þekktari málningarfyrirtækjunum í Skandinavíu. Liturinn sem ber heitið Heart Wood er hlýlegur bleikur litur með smá gráum tón í og kemur mér ekkert á óvart að uppáhalds bleiki liturinn minn haldi áfram sigurför sinni um heiminn ♡

Myndir via Nordsjö

Eins og sjá má á þessum myndum er liturinn nokkuð fjölhæfur og hægt að nota á ólík rými og para saman við margar litapallettur. Ég er sérstaklega hrifin af bleika litnum á svefnherbergið og held það sé ekki annað hægt en að sofa vel þar. Fyrir áhugasama þá er Sérefni með umboðið fyrir Nordsjö á Íslandi en þar er einmitt hægt að fá Svönubleika litinn ♡

HELGARINNLIT : SKANDINAVÍSKUR DRAUMUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Guðrún Rósa

    12. September 2017

    Vá vá þetta er liturinn sem ég er búin að vera að leita af !