fbpx

HELGARINNLIT : SKANDINAVÍSKUR DRAUMUR

Heimili

Ég er svo innilega glöð að það sé komin helgi enda mjög löng vika að baki sem einkenndist af mikilli vinnu. Mest hefði ég viljað fara upp í bústaðinn góða og ná að núllstillast en það þarf að bíða betri tíma, Bjartur minn fékk þó að fara þangað með ömmu sinni og afa. Talandi um Bjart Elías, þá á hann 3ja ára afmæli í næstu viku og í þessum skrifuðu orðum ligg ég yfir vefsíðum í leit að afmælisgjöf sem hittir í mark hjá einum sem elskar ofurhetjur en 4 daga fyrirvari er víst ekki mjög langur í heimi netverslana haha. Sjáum hverju mamman nær að redda!

Yfir í annað – fallegt innlit á þessari góðu helgi. Það er svo mikið haust í loftinu sem ég elska, kíkti einmitt í blómaverslun í dag og keypti mér fallegar Erikur til að hafa við útihurðina – alveg fullkomin haustblóm. Sýnist þau vera á tilboði í mörgum blómabúðum, mæli með:) En kíkjum þá á þetta fallega skandinavíska draumaheimili…

Via My Scandinavian Home

Virkilega fallegt heimili sem er smekklega innréttað, ég kann virkilega vel að meta grafísk smáatriðin og mynstrin sem eru góð andstæða við hvítan grunninn, þ.e. fyrir utan fallegu veggfóðruðu stofuna. Hér gæti ég aldeilis búið!

Eigið ljúfa helgi ♡

 

ÓSKALISTINN : SEPTEMBER

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Björk

    14. September 2017

    Æðislegt heimili.
    Veistu hvaðan doppótta pappírsljósið kemur ?

    Bestu kveðjur.