fbpx

MÚMÍN SUMARBOLLINN : GOING ON VACATION

Fyrir heimiliðHönnun

Í tilefni dagsins þar sem við erum flestöll á leið í ljúft páskafrí langaði mig til að sýna ykkur nýja Múmín sumarbollann sem væntanlegur er í verslanir í byrjun maí. Hann heitir nefnilega ‘Going on vacation’… 

Ég veit um nokkra sem safna öllum Múmín bollum sem framleiddir eru, á meðan aðrir eins og ég sjálf vel úr þá sem eru sérstaklega sætir. Þessi gæti mögulega endað í mínu safni! Það er dálítið skemmtilegt að skoða alla bollana sem framleiddir hafa verið á heimasíðu Arabia, allir eru þeir myndskreyttir af Tove Slotte eftir upprunalegum teikningum Tove Jansson höfundi Múmín bókanna sem eignast svo nýtt líf á þessum sæta borðbúnaði Arabia.

Myndir via Arabia 

Línan ‘Going on vacation’ inniheldur eins og svo oft áður disk, skeiðar og núna líka krúttlegar Múmín fígúrur sem væru sætar í barnaherbergið. Það er eitthvað svo auðvelt að vera skotin í Múmín fjölskyldunni… Ætlar þú að bæta þessum í safnið?

FLOTTUSTU & UMHVERFISVÆNUSTU NESTISBOXIN

Skrifa Innlegg