fbpx

FLOTTUSTU & UMHVERFISVÆNUSTU NESTISBOXIN

HönnunSamstarf

Fyrir stuttu síðan fékk ég senda heim óvænta gjöf frá vinkonum mínum í Kokku, þær voru að fá til sín einstaklega smart og vistvæn nestisbox frá Uhmm og sendu mér til að kynnast betur. Ásamt þeim fékk ég fallega lífræna bleika tusku og viskastykki en nestisboxin voru einnig í sérvöldum litum fyrir mig, hvít með svörtu ásamt bleiku boxi. Eftir að hafa lesið mér til um merkið varð ég algjörlega heilluð og má til með að kynna ykkur fyrir því líka. Vöruna fékk ég ekki senda gegn því að skrifa um hana en sem menntaður vöruhönnuður er ég mjög svo hrifin af þessari hönnun og allri hugmyndafræðinni á bakvið hana.

Það fyrsta sem heillaði mig var útlitið ég viðurkenni það, boxin eru nefnilega í flottum djúsí litum og hönnunin er sniðug og þægilegt að taka með sér út í daginn. Fyrir utan það er auðvitað enn mikilvægara að þau eru umhverfisvæn og leysa engin eiturefni jafnvel þó þau séu sett í örbylgju og mega einnig fara í frysti og uppþvottavél. Boxin eru gerð úr pólýprópýlín sem að er eitt vistvænasta plastefni sem völ er á þar sem það er endurvinnanlegt og laust við bæði paraben og mýkingarefni. Uhmm Box eru þar að auki framleidd í Danmörku og koma í flötum umbúðunum svo kolefnissporið er í lágmarki.

Svo nokkrar myndir til að sýna ykkur hvað þau eru agalega smart!

 

” Uhmm Box umlykja matinn þinn á alveg einstakan hátt og breytast svo í skál eða disk þegar kemur að matmálstíma. Hönnunin gerir það að verkum að boxin er hægt að fletja út þannig að lítið fari fyrir þeim í skáp eða uppþvottavél. Auk þess er lokið áfast og þú þarft aldrei að leita að því!”

“Nestisboxin eru ekki 100% þétt heldur leyfa matnum „anda“ svo hann haldist ferskur. Þetta þýðir að boxin henta einstaklega vel til að geyma ferskvöru s.s. osta, salat, brauð og margt fleira. Þar sem Uhmm Box lætur aðeins lofta um matinn er hægt að skella því lokuðu inn í örbylgjuofn, gufan sleppur út og innihaldið hitnar fyrr. Þrátt fyrir þetta er boxið þétt og öruggt er að geyma allt nema fljótandi vökva í því.”

 

Það verður að segjast að þessi vöruhönnun er ansi vel heppnuð og auðveldar líklega líf margra. Fyrir áhugasama þá má finna nestisboxin hér í vefverslun Kokku.

4 ÁRA AFMÆLI SNÚRUNNAR ♡ AFMÆLISVEISLA & AFSLÁTTUR

Skrifa Innlegg