fbpx

MIÐBÆRINN Í DAG: INSULA

BúðirÍslensk hönnun

Ég eyddi deginum mínum á smá miðbæjarrölti og kom við í einni af uppáhaldsbúðunum mínum Insulu, ég hef áður birt myndir þaðan en búðin er orðin gjörbreytt frá því að ég kom síðast svo ég mátti til með að smella af nokkrum myndum:) Þið ykkar sem hafið ekki ennþá kíkt á hana Auði í Insulu ættuð að rölta við einn góðan dag og skoða nokkrar gersemar. Ég var með þrjá hluti ofarlega á óskalistanum mínum, en þeim fækkaði niður í tvo eftir ferðina í dag, ég eignaðist loksins draumailmkertið mitt frá spænska merkinu Oliver & co með fíkjuilmi mmm.

IMG_9320

Þessi gullfallegi Hardoy stóll var að koma í Insulu, hann var hannaður árið 1938 og kemur beina leið frá Argentínu.

IMG_9308IMG_9297

Þetta appelsínugula/Fig Pulp kom með mér heim eftir heimsóknina og ég er strax búin að kveikja á því og íbúðin ilmar dásamlega!

IMG_9300

Það næsta á óskalistanum er hnoðrakeramík eftir Höllu Ásgeirsdóttur, hangandi blómakerin eru algjör draumur og ég og mamma eigum það sameiginlegt að vera veik í þau! Þess má geta að bleiki og brúni liturinn er sérframleiðsla fyrir verslunina.10257525_531248620319904_5697635775912264449_o

Þessa mynd tók ég af facebook síðu Insulu, en hún er tekin á sýningu Höllu og dóttur hennar Önnu Hrundar Másdóttur myndlistarkonu. Það er eitthvað við þessi hangandi ker, mér finnst þau vera t.d. fullkomin brúðkaupsgjöf:)

IMG_9301

Mantis borðlampi sem hannaður var 1951… Auður segist vera smá veik fyrir hönnun frá þeim tíma og það má sjá á vöruúrvalinu:) Stóllinn er bólstraður með æðislegu sérgerðu efni frá Hver Design þar sem hljóðbylgjur íslenskra fugla teikna mynstrið. Virkilega fallegt!

IMG_9305IMG_9312

Núna stendur yfir sölusýning á verkum Viktors Weisshappel í andyrri verslunarinnar.

IMG_9322

Það þriðja á óskalistanum eru gærupúðarnir frá merkinu hennar Auðar, Further North, mér finnst þeir vera algjörir töffarar!

IMG_9325 IMG_9326 IMG_9327

Það eru nokkrir mjög “júník” hlutir inni á milli vöruúrvalsins, t.d. þessi Bauhaus lampi frá 1924.

IMG_9329

Draumastofudjásn!

IMG_9332

Vonandi njótið þið þess að kíkja með mér í smá innlit, það væri gaman að gera þetta oftar þegar ég man eftir að vera með myndavélina á mér:)

Þið getið fylgst með Insula á facebook hér.

Eigið gott kvöld!:)

Á ÓSKALISTANUM : WISHBONE CHAIR

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. Helga

    24. June 2014

    eru blómin til sölu??

    • Svart á Hvítu

      24. June 2014

      Já það var eitthvað af plöntunum til sölu, er ekki viss með allar, en sá t.d. fínar aloe vera plöntur á 3.300 kr:)

  2. Rósa

    25. June 2014

    Ég elska bloggið þitt!

  3. Hildur Ragnarsdóttir

    25. June 2014

    nenniru að koma heimsækja mig þegar þú ert í bænum. takk fyrir pent!

    þessi búð er annars æði.. ég er enþá á leiðinni þangað !

    xx

    • Svart á Hvítu

      25. June 2014

      Ég ætlaði að koma til þín en var orðin of sein að sækja drésa… sooooorry! Kem næst;)