Ég eyddi deginum mínum á smá miðbæjarrölti og kom við í einni af uppáhaldsbúðunum mínum Insulu, ég hef áður birt myndir þaðan en búðin er orðin gjörbreytt frá því að ég kom síðast svo ég mátti til með að smella af nokkrum myndum:) Þið ykkar sem hafið ekki ennþá kíkt á hana Auði í Insulu ættuð að rölta við einn góðan dag og skoða nokkrar gersemar. Ég var með þrjá hluti ofarlega á óskalistanum mínum, en þeim fækkaði niður í tvo eftir ferðina í dag, ég eignaðist loksins draumailmkertið mitt frá spænska merkinu Oliver & co með fíkjuilmi mmm.
Þessi gullfallegi Hardoy stóll var að koma í Insulu, hann var hannaður árið 1938 og kemur beina leið frá Argentínu.
Þetta appelsínugula/Fig Pulp kom með mér heim eftir heimsóknina og ég er strax búin að kveikja á því og íbúðin ilmar dásamlega!
Það næsta á óskalistanum er hnoðrakeramík eftir Höllu Ásgeirsdóttur, hangandi blómakerin eru algjör draumur og ég og mamma eigum það sameiginlegt að vera veik í þau! Þess má geta að bleiki og brúni liturinn er sérframleiðsla fyrir verslunina.
Þessa mynd tók ég af facebook síðu Insulu, en hún er tekin á sýningu Höllu og dóttur hennar Önnu Hrundar Másdóttur myndlistarkonu. Það er eitthvað við þessi hangandi ker, mér finnst þau vera t.d. fullkomin brúðkaupsgjöf:)
Mantis borðlampi sem hannaður var 1951… Auður segist vera smá veik fyrir hönnun frá þeim tíma og það má sjá á vöruúrvalinu:) Stóllinn er bólstraður með æðislegu sérgerðu efni frá Hver Design þar sem hljóðbylgjur íslenskra fugla teikna mynstrið. Virkilega fallegt!
Núna stendur yfir sölusýning á verkum Viktors Weisshappel í andyrri verslunarinnar.
Það þriðja á óskalistanum eru gærupúðarnir frá merkinu hennar Auðar, Further North, mér finnst þeir vera algjörir töffarar!
Það eru nokkrir mjög “júník” hlutir inni á milli vöruúrvalsins, t.d. þessi Bauhaus lampi frá 1924.
Draumastofudjásn!
Vonandi njótið þið þess að kíkja með mér í smá innlit, það væri gaman að gera þetta oftar þegar ég man eftir að vera með myndavélina á mér:)
Þið getið fylgst með Insula á facebook hér.
Eigið gott kvöld!:)
Skrifa Innlegg