MEÐ 3 METRA LOFTHÆÐ Í TRYLLTRI ÍBÚÐ

Það er fátt hefðbundið við það að búa í gömlu verksmiðjuhúsnæði með 3 metra lofthæð en hér hefur ansi vel tekist til að útbúa huggulega íbúð. Múrsteinahlaðnir veggirnir minna á aldur hússins sem byggt var árið 1912 og er staðsett í Gautaborg, glerveggur var settur upp til að útbúa svefnherbergi á þessari annars opnu hæð og smellpassar glerveggurinn inn í þennan hráa iðnaðarstíl.

Þetta heimili er dálítið New York að hitta Gautaborg ♡

   

Myndir via Alvhem

Takið eftir hvað ljósin eru geggjuð og passa svo fullkomnlega við heildarlúkkið, þessi hrái stíll heillar og það má vel útbúa hlýlegt heimili í svona opnu rými. Útkoman hér er afar glæsileg að mínu mati…

 

JÓLADRAUMUR Á CHRISTMAS WORLD SÝNINGUNNI

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Helgi Ómars

    31. January 2018

    Ef ég ætti að lýsa drauma íbúðinni minni, þá væri hún nááááákvæmlega svona!