fbpx

MÁLNINGARHUGLEIÐINGAR VOL.2

Fyrir heimiliðHugmyndir

Aldrei hefði mig grunað að það væri svona erfitt að ákveða liti á veggi en undanfarna viku hef ég verið að reyna að velja liti fyrir svefnherbergið og anddyrið og hef snúist í nokkra hringi með valið. Ég er búin að prófa núna fjóra liti og gat valið litinn fyrir anddyrið (ljósbleikur) en svefnherbergið ætlar að verða aðeins erfiðara, þar hélt ég að ég vildi einhverskonar gráan tón (sjá efstu tvær myndirnar hér að neðan) en eftir að hafa prófað tvo liti á svefnherbergið fannst mér það ekki nógu mikið ég, finnst ég þurfa aðeins hreinni lit og ferskari. Því er ég aftur komin yfir í bláu deildina og ætla að prófa tvo liti í viðbót sem ég er með í huga.

13903214_1023772241009559_3894887437111410816_n

Þessi hér að ofan var töluvert grænni en myndin gefur til kynna en þó virkilega fallegur. Heitir Intense le havre

piaulin-interiors-3a9d048f_w1440-620x826

Þessi hér að ofan er líka töff, litirnir sem ég prófaði hétu: Dusky Roubaix (dökkur) & Acomix Farver FN.02.37 (ljósari). Þið sem fylgdust með á Snapchat fattið muninn, skal birta aftur myndir af testunum þegar síðustu prufurnar mæta í hús:) Hér að neðan er mynd sem ég fann af Dusky Roubaix. Finnst hann mjög flottur en birtan í svefnherberginu gerði hann of brúnleitann sem ég var ekki nógu hrifin af.

1515379_857926664264914_416912898_n

14212195_1035973326456117_6853481256020411923_n

Liturinn hér að ofan heitir Grey Sparrow frá Nordsjö, í litakóða S 3502-Y.

14359057_1052110471509069_8173914631121245279_n

Síðan er það þessi litur sem ég er ansi heit fyrir, Denim Drift er litur ársins 2017 frá Nordsjö og er einstaklega fallegur.

14449959_1052109968175786_131675372508413055_n

Þetta er sami liturinn hér að ofan og að neðan, Denim Drift, liturinn er ólíkur eftir hvernig birtan er ásamt því að það getur spilað inní hvernig ljósmyndarinn hreinlega vinnur myndirnar sínar:) Hlakka til að sjá hvernig hann verður heima!

b25881c3bbdbc9afbdff95f8f8340d8f
Dulux-Colour-Futures-17-COTY-colour-palette-2

Hér að ofan má sjá lit ársins Denim Drift frá Nordsjö fyrir miðju ásamt fjölskyldu litapallettu hans sem tónar vel við.

Fyrir þau ykkar sem eruð í málningarhugleiðingum eins og ég þá prófaði ég í dag ókeypis forrit í símann sem leyfði mér að taka mynd hér heima í stofu og sjá hvernig ólíkir litir koma út í “raunveruleikanum”. Mamma benti mér á það eftir að hún heyrði af málningarhugleiðingunum mínum, en fyrir tilviljun var það frá sama fyrirtæki og ég hef verið að skoða málningu frá, Nordsjö sem fæst í Sérefni. Hér má sjá frekari upplýsingar um forritið. Þú getur einnig tekið mynd af uppáhaldshlutnum þínum, flík, listaverki eða öðru og fundið hvaða málning kemst næst þeim lit! Mæli með að prófa:)

Ég stefni á að sækja síðustu prufurnar á morgun og vonandi næ ég að blikka minn mann að mála með mér sem allra fyrst. Skal leyfa ykkur að fylgjast með á snappinu! x

skrift2

EINSTAKT HEIMILI KATRÍNAR ÓLÍNU

Skrifa Innlegg