París er ein mest sjarmerandi borg sem ég hef heimsótt og kemur ekki á óvart að þetta fallega heimili sem staðsett er einmitt í París sé með þeim fallegri sem ég hef séð. Listarnir og rósettur í loftum eru eins og glæsileg listaverk og gefa íbúðinni svo fágað yfirbragð, marmarinn ásamt stærðarinnar speglum og ljósum sem minna helst á skúlptúr gera íbúðina alveg einstaka. Það er svo margt hér að sjá sem er almennt ekki að finna á hinu venjulega heimili og ég skoða hverja mynd aftur og aftur í leit að nýjum atriðum…
Þvílík draumastofa, með fallegum velúr sófum við einstakann arinn – hversu ljúft væri að sitja hér á kvöldin og slappa af?
Takið eftir hvað eldhúsið er fallegt, með marmara ekki aðeins á veggnum heldur einnig í hillunni og á eyjunni.
Innbyggðar hillur við eldhúsbekkinn sem er klæddur með velúr efni – þvílíkur draumur.
Ég hefði gjarnan viljað sjá meira af baðherberginu, en frístandandi baðkar og stærðarinnar tvöfaldur vaskur prýðir að minnsta kosti baðherbergið.
Via My Scandinavian home / Ljósmyndir:Benoit Linero
Atollo borðlampinn er mjög viðeigandi á þessu glæsta heimili enda með fallegri lömpum sem hannaðir hafa verið. Klassísk hönnun frá 1977 eftir Vico Magistretti og ég hefði ekkert á móti því að eiga og þið varla heldur? En heimilið… eigum við að ræða þennan gullmola! Ég bilast – þetta er svo fallegt heimili.
Skrifa Innlegg