… lamparnir

HÖNNUN

Ísland í dag var með tvo ótrúlega áhugaverða þætti um hönnun, fyrri þátturinn var sýndur 5. október (sjá hér) en sá seinni 13. október (sjá hér). Þann 5. október var tekið viðtal við Höllu Báru en sá þáttur fannst mér frábær, svo ekki sé nú minnst á hve flott hún er. Ég sé mig í anda púlla adidas buxur við hvíta skyrtu. Hún var bara alveg með’etta. Ég mæli með að horfa á hann en margt sem hún minntist á hef ómeðvitað tileinkað mér sl. ár… en eitt sem stóð meðal annars upp úr voru punktarnir um lýsingu og lampa. Lýsing af lömpum er nefnilega bara svo miklu fallegri en lýsing af loftljósum. Lamparnir veita ákveðna stemningu.. mikið sem ég er sammála henni. Nú hef ég enn gildari ástæðu til að kaupa fleiri lampa, takk Halla Bára :)

Að gefnu tilefni set ég inn tvo lampa sem eru undurfagrir. Þennan fyrri hef ég séð bregða fyrir í versluninni Casa og á veitingastað á Ítalíu þegar ég fór þangað í september síðastliðnum. Ég er vægast sagt yfir mig hrifin af Atollo lampanum, sérstaklega í þessum brass lit. Fæst hér. Ég veit… hann er dýr.. mjög dýr.

Svo er það þessi fallegi og margbreytilegi Eclipse lampi. Ég sá hann á instagram hjá Hafstore.is og reyndi að sjálfsögðu að vinna hann í instagram-leik en heppnin var með einhverjum öðrum (“.)… svo sá ég hann á snapchat hjá Svönu (@svartahvitu) og hann er gordjöss! Ég hlakka til að sjá hann með berum augum en HAFSTORE verslunin opnar hvað á hverju, þangað til mæli ég með að fylgjast með þeim á instagram.

Ljósakveðjur þennan sunnudaginn…

MÁ BJÓÐA ÞÉR TIL PARÍSAR?

Heimili

París er ein mest sjarmerandi borg sem ég hef heimsótt og kemur ekki á óvart að þetta fallega heimili sem staðsett er einmitt í París sé með þeim fallegri sem ég hef séð. Listarnir og rósettur í loftum eru eins og glæsileg listaverk og gefa íbúðinni svo fágað yfirbragð, marmarinn ásamt stærðarinnar speglum og ljósum sem minna helst á skúlptúr gera íbúðina alveg einstaka. Það er svo margt hér að sjá sem er almennt ekki að finna á hinu venjulega heimili og ég skoða hverja mynd aftur og aftur í leit að nýjum atriðum…

Þvílík draumastofa, með fallegum velúr sófum við einstakann arinn – hversu ljúft væri að sitja hér á kvöldin og slappa af?

Takið eftir hvað eldhúsið er fallegt, með marmara ekki aðeins á veggnum heldur einnig í hillunni og á eyjunni.

Innbyggðar hillur við eldhúsbekkinn sem er klæddur með velúr efni – þvílíkur draumur.

Ég hefði gjarnan viljað sjá meira af baðherberginu, en frístandandi baðkar og stærðarinnar tvöfaldur vaskur prýðir að minnsta kosti baðherbergið.

Via My Scandinavian home / Ljósmyndir:Benoit Linero

Atollo borðlampinn er mjög viðeigandi á þessu glæsta heimili enda með fallegri lömpum sem hannaðir hafa verið. Klassísk hönnun frá 1977 eftir Vico Magistretti og ég hefði ekkert á móti því að eiga og þið varla heldur? En heimilið… eigum við að ræða þennan gullmola! Ég bilast – þetta er svo fallegt heimili.