fbpx

MÁ BJÓÐA ÞÉR AÐ TAKA YFIR SVART Á HVÍTU BLOGGIÐ?

Íslensk hönnun

*UPPFÆRT* Búið er að finna rétta aðilann í málið, ég segji ykkur betur frá því innan skamms;)

Hefur þú mikinn áhuga á hönnun? Má bjóða þér að taka yfir Svart á hvítu bloggið yfir HönnunarMars?

Það vill svo óheppilega til að ég kem til með að missa af HönnunarMars í ár og ætla ég því að bjóða einhverjum sem hefur áhuga á hönnun að taka yfir bloggið og fjalla um HönnunarMars fyrir Trendnet! Að sjálfsögðu fylgir með miði á Design Talks sem er ómissandi fyrirlestrardagur sem markar upphaf hátíðarinnar. Þú mátt vera hver sem er; hönnuður, hönnunarnemi eða einfaldlega mikill hönnunaraðdáandi en eina skilyrðið er að hafa áhuga á að njóta þeirra sýninga og viðburða sem HönnunarMars hefur upp á að bjóða í ár, og skrifa svo um þær eða annað sem þér liggur á hjarta hér á Svart á hvítu.

hönnunarmars

Mynd_1604798

Svo er þetta jafnvel góð leið til að koma þér á framfæri;)

Sendu mér línu á svartahvitu@trendnet.is ef þú hefur áhuga!

x Svana

FLOTTAR VEGGHILLUR

Skrifa Innlegg