fbpx

FLOTTAR VEGGHILLUR

Fyrir heimiliðHugmyndir

Ég er dálítið skotin í svona kassahillum eins og sjá má hér að neðan og er að íhuga að fá smiðinn minn til að smíða nokkrar inní herbergið hans Bjarts. Þetta eru dálítið skemmtilega hillur til að leika sér með, bæði með uppsetningu en svo er einnig hægt að mála bakið eða setja veggfóður og hressa þær þannig rækilega við. Þær geta því hentað í raun fyrir hvaða rými sem er, væru flottar undir ilmvötn eða upprúlluð handklæði inná baðherbergi, uppáhaldshlutina inni í stofu eða bækur og dót í barnaherberginu. Er ég ekki að selja ykkur þessa hugmynd vel?

Ég hef margoft rekist á allskyns útgáfur af svona hillum í mörgum verslunum, fer svosem allt bara eftir hvaða gæðum og útliti þú ert á eftir. Gallinn þó við það að búa með húsgagnasmið er að hann er eflaust svaka duglegur í vinnunni sinni en ég þarf hinsvegar að panta hluti helst með ársfyrirvara ef ég vil láta smíða eitthvað fyrir mig. En mér heyrist að það sé þannig á fleiri bæjum, t.d. að kokkarnir nenni lítið að elda heima hjá sér;)

kubus-kastjesvakkenkastjes-muur Furniture shoot kubus-muur kubus-als-plankje muur-kubussen muur-kubus-kistjes kistjes-muur kubus-kastjes-muur

Ég held reyndar að það sé svo komið nóg af hillupælingum í bili!

x Svana

HRÍM OPNAR Í KRINGLUNNI

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ég er einmitt í hillupælingum líka. Veistu hvaða hillur og einingar fyrir neðan þetta eru á mynd nr. 2?