fbpx

HRÍM OPNAR Í KRINGLUNNI

Búðir

Það er eflaust eftir að gleðja mörg hönnunarhjörtu að heyra það að Hrím opni nýja verslun á næstu dögum í Kringlunni, nánar tiltekið þann 12.mars sem er einnig dagurinn sem HönnunarMars hefst. Ég heyrði aðeins í Tinnu sem á ótrúlega stuttum tíma er að opna sína þriðju verslun í Reykjavík frá árinu 2012, en fjórðu verslunina sína ef með er talin Hrím sem hóf upphaflega rekstur sinn á Akureyri vorið 2010.

“Við erum mjög spennt fyrir því að opna í Kringlunni en í nýju búðinni verður blanda af því besta úr Hrím búðunum okkar á Laugaveginum. Það hefur gengið mjög vel hjá okkur þannig að við ákváðum að taka þetta skref og stækka við okkur. Við höfum alltaf lagt mikið uppúr hönnun verslana okkar og jákvæðri upplifun viðskiptavina okkar og við vonum innlega að okkur verði vel tekið, við lítum að minnsta kosti svo á að það sé mikið tækifæri fyrir Hrím að opna verslun í Kringlunni. Við flytjum inn nær allar okkar vörur sjálf og flestar þeirra fást ekki í Kringlunni eins og er. Margar þessara vara eru mjög vinsælar, bæði á Laugaveginum en einnig í  vefverslun okkar, www.hrim.is. Við höfum því mikla trú á þessum vörumerkjum okkar og teljum að þau muni standa sig mjög vel, þetta eru merki eins og Ferm Living, Kahler, Studio Arhoj, Chasseur og svona mætti lengi telja. Við munum svo fljótlega kynna ný merki sem munu fást í nýrri verslun okkar í Kringlunni.”

Frábærar fréttir, ég tók saman nokkra hluti sem heilla mig að þessu sinni frá Hrím:)

Nýja Hrím verslunin mun verða staðsett á móti Zöru og Boss búðinni þar sem útivistarverslunin Zo-on var áður og stefna á að opna fimmtudaginn 12. mars nk.

Það er skemmtilegur HönnunarMars framundan!

HILLUPÆLINGAR & FLEIRA

Skrifa Innlegg