fbpx

LOUIS POULSEN KYNNIR NÝTT GYLLT & TRYLLT

FréttirHönnunÓskalistinn

Panthella er einn af þekktari lömpum úr hönnunarsögunni, hannaður árið 1971 af danska hönnuðinum Verner Panton. Lampinn er formfagur og klassískur og nýtur mikilla vinsælda. Upphaflega var hann til sem borðlampi og standlampi, en var kynntur í mini útgáfu árið 2016 í allskyns ólíkum litum og núna síðast í mini-mini Portable LED útgáfu í byrjun 2020.

Núna ætlar framleiðandinn Louis Poulsen hinsvegar að bæta við enn einni týpunni sem mun án efa slá met! Borðlampi sem verður í millistærð – á milli mini lampans og upprunalega borðlampans sem er er í nokkuð veglegri stærð. Nema hvað að núna á að kynna í fyrsta sinn GYLLTANN Panthella – halelúja hvað þetta er æðislega fallegur lampi og ratar beina leið á óskalistann minn. Væntanlegur snemma næsta ár.

  

Hér má þá sjá allar stærðirnar sem til verða – Standlampi, borðlampi stór, borðlampi millistærð, borðlampi mini og að lokum Panthella Portable.

FALLEGAR SKIPULAGSLAUSNIR Á GORDJÖSS HEIMILI

Skrifa Innlegg