Lengi hefur mig langað að eignast ísbjörn frá Bing & Grøndahl / Royal Copenhagen en samkvæmt netvafri mínu þá voru þeir framleiddir á árunum 1970 til 1983. Bing & Grøndahl postulínverksmiðjan á rætur sínar að rekja aftur til ársins 1853 og var svo sameinuð Royal Copenhagen árið 1987 en þó hafa t.d. jólalínur beggja merkja haldið áfram í öll þessi ár, sjá t.d. jólaplattana frægu sem koma út á hverju ári frá bæði B&G ásamt RC. Ég er mjög heilluð af nokkrum postulínfígúrum frá B&G og standa þar uppúr margir fuglar ásamt ísbjörnunum fallegu. Ég pantaði minn að utan en það er hægt að liggja á ýmsum sölusíðum klukkutímum saman að skoða uppboð og annað skemmtilegt þegar kemur að gamalli danskri hönnun.
Voruð þið síðan ekki búin að kíkja á nýjasta tölublað Glamour? Mæli með x
Núna bíð ég spennt eftir að Mæðraplattinn frá B&G komi til landsins en hann hefur mig langað í frá því að ég var ólétt 2014 og ég get ekki beðið eftir að hengja hann upp á vegg.
Skrifa Innlegg