fbpx

H&M INNLIT

Heimili

Ég eignaðist nýlega nýja uppáhalds verslun en það er flaggskipsverslun H&M home í Stokkhólmi sem staðsett er á Drottningagötunni sem er jafnframt ein aðalverslunargatan í borginni. Verslunin var svo ótrúlega vel innréttuð og hugsað út í hvert einasta smáatriði með ekta baðkari á ljónaloppum sem sýndi baðvörurnar ásamt vel völdum húsgögnum frá sænska vini þeirra Ikea sem notuð voru til að búa til alvöru heimilisstemmingu. Toppurinn á þessu öllu saman var síðan að inni í versluninni var rekin blómaverslun sem búið var að skreyta allt svæðið með blómum frá. Ég gekk í nokkra hringi áður en ég var tilbúin að yfirgefa verslunina, þvílíka fegurðin sem þarna var að finna og upplifunin langt frá því að vera að þessar vörur séu úr lélegum gæðum (sem er því miður staðreynd um nokkra vöruflokka frá þeim). Ég hinsvegar er rúmfötum ríkari en ég hef góða reynslu af þeim, ásamt baðsloppi og smá fínerí í barnaherbergið. Ég mæli svo sannarlega með heimsókn þangað x

Þessar myndir hér að neðan eru frá H&M home þar sem vörurnar voru sýndar í alvöru heimilisumhverfi og var myndatakan stíliseruð af Lottu vinkonu minni, þeirri smekkdömu! Hún parar hér saman ódýrar H&M vörurnar við dýrari hönnunarvöru og er útkoman stórkostleg.

ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfmi5qcgc

Eigum við að ræða það smá hvað Gubi Beetle stólarnir eru að koma inn með stormi! Stóllinn sem lenti á óskalistanum mínum árið 2014 þegar hægindarstóllinn var fyrst kynntur til leiks sló ekki samstundis í gegn þrátt fyrir mikla fegurð, en þegar borðstofustóllinn kom út í fyrra er varla þverfótað fyrir þessum elskum. Þvílík fegurð, og GamFratesi teymið enn og aftur að sanna snilligáfu sína.

ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfms5qcgc

Af öllum þeim H&M home vörum sem ég hef keypt mér hef ég bestu reynsluna af rúmfötunum þeirra, fín gæði fyrir gott verð. En á sama tíma hef ég einnig verið svikin með nokkrar aðrar vörur sem hafa ratað í ruslið.

ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfmy5qcgc ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfnc5qcgc

H&M home er alltaf með gott úrval af skrautpúðum og hef ég verið dugleg að sanka að mér slíkum.

ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfni5qcgc ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfns5qcgc ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfny5qcgc ahr0ccuzqsuyriuyrmj1bmdhbg93ns5kayuyrndwlwnvbnrlbnqlmkz1cgxvywrzjtjgmjaxnyuyrjayjtjgqnvuz2fsb3c1x0hnluhvbwvfoc5qcgc

Krakkalínan er einnig skemmtileg og er mottan sem þarna glittir í nýjustu kaupin í herbergið hjá Bjarti mínum. Sýni ykkur innan skamms kaupin sem ég gerði á ferðalaginu mínu:)

svartahvitu-snapp2-1

50 SHADES OF GREY

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Stefanía

    13. February 2017

    Hefurðu einhverja reynslu af hörsængurfötunum frá þeim? Er að velta fyrir mér hver gæðin eru og hvernig þau endast því þau virka svo ótrúlega falleg á myndum.

    • Margrét

      14. February 2017

      Ég er mjög ánægð með mín hörsængurver frá H&M. Þau eru til dæmis mikið flottari og veglegri en hörsængurverin frá Ikea. Get allavega mælt með þeim ;)

      • Svart á Hvítu

        14. February 2017

        Snilld að heyra, ég hef einmitt sjálf ekki reynslu af þeim en hef verið mjög sátt með önnur rúmföt frá þeim!
        Ætlaði að kaupa mér hör núna en endaði á plain gráum sem voru töluvert ódýrari:)

    • Svart á Hvítu

      14. February 2017

      Ég hef lengi verið á leiðinni að kaupa mér hörrúmföt en lét ekki verða af því í þessari ferð:) Ein hér að neðan sem svarar!
      -Svana

  2. Halldóra

    13. February 2017

    Myndirðu geta nefnt dæmi hvaða vörur þú varst ekki ánægð með hjá þeim? Svo maður sé klár í næstu ferð :)

    • Svart á Hvítu

      14. February 2017

      Ég hef ekki góða reynslu af t.d. sápupumpum frá H&M og er hætt að versla þær eftir að hafa farið í gegnum nokkrar, allur svona “mechanismi” hættir að virka vel eftir stutta notkun. Eins með stell og annað sem er með mynstri þá fer það ekki vel með tíma enda ekki gert úr bestu gæðunum og þolir því illa uppvask og hnjask. Hlutir sem eru ekki í mikilli notkun eru fínir hjá þeim, að undanskildum rúmfötum og sturtuhengi sem eru í daglegri notkun hjá mér og haldast vel. Er með nokkra punthluti í stofunni, skrautskál og nokkur ílát og kertastjaka sem eru fín, eins með skraut í barnaherbergi, en mæli heldur ekki með kertum frá þeim – gæðin í þeim eru agaleg.
      Vonandi kemur þetta að einhverjum notum:)
      -Svana

      • Halldóra

        15. February 2017

        Vá – snilld! Takk fyrir gott svar :)

  3. Anonymous

    14. February 2017

    Litla beibí? Ertu preggó:)?

    • Svart á Hvítu

      15. February 2017

      Hahahah úbbs mjög óheppilegt orðalag hjá mér – þarf að breyta svo fólk misskilji ekki aukakílóin haha! Nei ég kalla bara Bjart (2 ára) stundum litla beibí haha… Ég LOFA er ekki preggó!