fbpx

LÍTIÐ & SMART Á 63 FM

Heimili

Það er vel hægt að búa smart þó að búið sé smátt, ég hef reyndar sjaldan séð jafn vel skipulagða íbúð og þessa og fermetrarnir nýtast mjög vel. Hillurnar í svefnherberginu eru sérstaklega góðar, bæði þessar sem eru sitthvoru megin við rúmið undir punt en líka þessar fyrir ofan hurðina, mjög góð lausn í litlum íbúðum og smekklega útfærð. Kíkjum aðeins á þetta… 

3102965 31029673091965

Hér sjáið þið skipulagið sem ég er svo hrifin af, það að hafa svalir sem hægt er að fara út á bæði í gegnum eldhús og svefnherbergi er algjör draumur í dós.

3102969 3102971

Þarna sést líka kaffiborðið/sófaborðið sem ég sagði ykkur frá í vikunni.

3102973

3102979 3102981 3102983 3102991 3102995 3103009

Ég er voða hrifin af svona látlaust uppstilltum plakötum uppvið vegg. Þó ekki barnvænt, mæli ekki með;)

31030213102951

Æðisleg íbúð, svo björt og falleg.

Þessar svalir þær fara alveg með mig, þetta er akkúrat stemmingin sem ég þrái, að sitja úti á svölum með góðri vinkonu með hvítvín í glasi og hlýtt og gott veður. Það er nú kominn sumardagurinn fyrsti svo þetta gæti farið að skella á, það má þó leyfa sér að dreyma;)

Gleðilegt sumar & eigið frábæran dag!

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42

INNLIT UM HELGINA

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. María Rut Dýrfjörð

    23. April 2015

    Ó ef okkar leigufermetrar væru svona smekklegir yrði ég himinglöð, ég gæfi mikið fyrir ljósara parket og hvítar innréttingar til að létta á rýminu.

    • Svart á Hvítu

      23. April 2015

      úff já sammála, ég hef einmitt bara verið á leigumarkaðnum og það er eins og að vinna í lottói að fá þannig íbúð!:)

  2. Ruth

    9. May 2016

    Virkilega fallegt heimili og margar sniðugar lausnir :) veistu hvaða svörtu boxin eru sem er á hillunni fyrir ofan hurðaopið á stofunni ?

    • Svart á Hvítu

      10. May 2016

      Ég þekki þessi því miður ekki…Ikea hefur þó verið með svipuð:)