fbpx

LITA & GLEÐIBOMBA Í KAUPMANNAHÖFN

Heimili

Eftir nokkra daga verð ég stödd í Kaupmannahöfn og ég hlakka sérstaklega til að rölta um Nýhöfn og skoða mig um. Það var því óvænt ánægja að rekast á þetta ótrúlega litríka og skemmtilega innlit hjá Céline Hallas sem einmitt er búsett á Nýhöfn í Kóngsins Köben! Henni hef ég fylgst með lengi á Instagram og dáist þar að litríkum og sérkennilegum stíl hennar. Ég ætlaði mér að birta í kvöld hugmyndir af brúðargjöfum en ég verð að koma þessu geggjaða heimili fyrst frá mér sem ég sá hjá Niki hjá My Scandinavian home – þvílík lita og gleðibomba sem þetta heimili er!

Ég er byrjuð að láta mig dreyma um hvaða rými kemur til með að verða bleikt á nýja heimilinu…. búin með forstofu og svefnherbergi, hvernig ætli minn maður taki í bleikt eldhús?!

Myndir : Céline Hallas via My Scandinavian home

ÓSKALISTINN // JÚLÍ

Skrifa Innlegg