fbpx

LÍFIÐ…

Persónulegt

Mér finnst alltaf jafn leiðinlegt þegar ég næ ekki að skrifa reglulega hingað inn, helst á hverjum degi en það eru stundum óraunhæfar væntingar. Það virðist nefnilega vera að heilinn hætti að starfa eðlilega þegar lítið er um nætursvefn. Stundum er því einfaldast að skella í eina bland í poka færslu með myndum úr símanum:)

20150211_222911 copy

Þessi fína planta fylgdi mér heim um helgina, næsta verkefni er að finna pott undir hana, ætli þessi heiti ekki bergflétta?

20v.

Dagarnir snúast um þennan gorm!

20150112_135430

Þessi verður alltaf svo bilaðslega spenntur þegar hann speglast í ljósinu og sveiflar því fram og aftur, eitt skemmtilegasta “leikfangið”á heimilinu.

20150208_134604

Frá plöntuleiðangrinum síðustu helgi, síðan þá hef ég heyrt að þessar plöntur séu komnar í Ikea á töluvert betra verði!

Screen Shot 2015-02-11 at 13.13.18

Ég sá skemmtilega hugmynd af nafnaplakötum á netvafri mínu innblásin af Pantone litaspjöldum. Ég setti þetta því upp í flýti í Photoshop en þessi hugmynd fékk falleinkunn af sumum á heimilinu haha.

20150211_225805 copy

Heimalærdómurinn og bókin á náttborðinu þessa dagana, “Þú getur sigrast á áhyggjunum áður en þær sigra þig.” Þessi bók er að koma á óvart, en ég reyndar elska bækur sem eru í þessum sjálfshjálparflokki.

Screen Shot 2015-02-11 at 22.54.33

Mynd af instagramminu mínu, @svana_

Screen Shot 2015-02-11 at 22.54.13

Keypti mér þennan kertastjaka í byrjun mánaðar og í síðustu viku keypti ég tvo í viðbót sem er eðlilegt þar sem að þessi fyrsti er ekki enn komin uppá vegg. Svona vil ég meina að fæðingarorlof fari með konu, svo sjaldan að það er kíkt í verslanir að þegar það gerist þá missir maður bara smá tökin. En fallegur er hann, og fallegir verða þeir allir þrír uppá vegg… þegar það gerist.

-Svana

MEST TRENDÝ PLANTAN: RIFBLAÐKA

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

14 Skilaboð

  1. Nýja plantan er rosalega falleg – hvaðan er hún? Ég my di gjarnan vilja eignast eina til að hafa í Hansa hillunni minni :)

    Og svo bara beint í Ikea að sækja Monstera! Ég stökk af gleði þegar ég rak augun í hana!

    • Svart á Hvítu

      12. February 2015

      Bergfléttan er frá Garðheimum, kostaði um 1600 minnir mig?:) Næst er það Ikea ferð!

  2. Harpa

    12. February 2015

    Hæhæ :) Það er alltaf skemmtilegt að lesa bloggið þitt :)
    En hvaðan er hillan á efstu mynd :)? Og hvar færðu þessa flottu kertastjaka til að hengja uppá vegg :) ?

    • Svart á Hvítu

      12. February 2015

      Hæhæ takk fyrir:) Hillan heitir String Pocket og fæst í Epal… og kertastjakarnir eru frá Menu og fást líka í Epal, til í nokkrum týpum:)

  3. Elín

    12. February 2015

    Ég mæli með plöntunum í 4 árstíðum, Lágmúla 4, mikið úrval af fallegum grænum plöntum, þykkblöðungum og kaktusum, á góðu verði.
    Þau eru einnig með mikið af fallegum pottum.

    Fb. síðan er hér:
    https://www.facebook.com/Arstidir4

  4. Margrét

    12. February 2015

    Alltaf svo fínt hjá þér!. Dale Carnegie bækurnar eru bestar! :)

  5. Sveindís

    12. February 2015

    Hæ Svana

    Veistu hvað liturinn heitir á Gráa dot púðanum þínum?

    • Svart á Hvítu

      13. February 2015

      Hæhæ, er ekki alveg viss með hvað grái liturinn heitir, en þetta er grófari týpan af efninu, hann er í raun svartur og hvítur ekki grár ef efnið er skoðað vel:)

  6. Hrönn Rúnarsdóttir

    19. February 2015

    Allt saman svo fínt! Hvernig hilla er þetta sem Bergfléttan er á? :)

  7. Sif Kjartansdóttir

    19. March 2015

    Mikið áttu fallegt heimili :)
    Mig langar svo að spyrja þig, hvar fékstu hillurnar þar sem bergfléttan hangir? Ég þrái svona fallegar hillur :)

    Kv.
    Sif

    • Svart á Hvítu

      20. March 2015

      Takk fyrir það:)
      Þetta er Sting Pocket hilla, hún fæst í Epal:)