Mér finnst alltaf jafn leiðinlegt þegar ég næ ekki að skrifa reglulega hingað inn, helst á hverjum degi en það eru stundum óraunhæfar væntingar. Það virðist nefnilega vera að heilinn hætti að starfa eðlilega þegar lítið er um nætursvefn. Stundum er því einfaldast að skella í eina bland í poka færslu með myndum úr símanum:)
Þessi fína planta fylgdi mér heim um helgina, næsta verkefni er að finna pott undir hana, ætli þessi heiti ekki bergflétta?
Dagarnir snúast um þennan gorm!
Þessi verður alltaf svo bilaðslega spenntur þegar hann speglast í ljósinu og sveiflar því fram og aftur, eitt skemmtilegasta “leikfangið”á heimilinu.
Frá plöntuleiðangrinum síðustu helgi, síðan þá hef ég heyrt að þessar plöntur séu komnar í Ikea á töluvert betra verði!
Ég sá skemmtilega hugmynd af nafnaplakötum á netvafri mínu innblásin af Pantone litaspjöldum. Ég setti þetta því upp í flýti í Photoshop en þessi hugmynd fékk falleinkunn af sumum á heimilinu haha.
Heimalærdómurinn og bókin á náttborðinu þessa dagana, “Þú getur sigrast á áhyggjunum áður en þær sigra þig.” Þessi bók er að koma á óvart, en ég reyndar elska bækur sem eru í þessum sjálfshjálparflokki.
Mynd af instagramminu mínu, @svana_
Keypti mér þennan kertastjaka í byrjun mánaðar og í síðustu viku keypti ég tvo í viðbót sem er eðlilegt þar sem að þessi fyrsti er ekki enn komin uppá vegg. Svona vil ég meina að fæðingarorlof fari með konu, svo sjaldan að það er kíkt í verslanir að þegar það gerist þá missir maður bara smá tökin. En fallegur er hann, og fallegir verða þeir allir þrír uppá vegg… þegar það gerist.
-Svana
Skrifa Innlegg