fbpx

LAGERSALA HJÁ SNÚRUNNI & FLEIRUM

Umfjöllun

Á morgun hefst æðisleg lagersala hjá verslununum Snúrunni, Bíum Bíum, Esja Dekor, Mena og Storkinum sem ég er spennt fyrir. Ég hef aðeins verið að fylgjast með Snúrunni á snapchat (snuran.is) þar sem stelpurnar hafa verið að sýna brot af vörunum sem verða til sölu og kom mér á óvart að sjá bæði Finnsdottir vasa og Pia Wallén krossteppin á miklum afslætti. Talandi um snapchat þá hef ég undanfarnar vikur farið fram og tilbaka hvort ég ætti að opna snapchat reikning fyrir bloggið mitt held það gæti verið skemmtilegt, ég læt ykkur vita ef af verður:)

12790921_1359711194042866_6303019866521747850_n 944075_1335606729786646_4370758147021109046_n

P.s. myndirnar að ofan tengjast lagersölunni ekki beint, heldur myndir úr versluninni Snúrunni, en lagersalan verður haldin í húsnæðinu við hliðina á henni:)

13087917_1419306078083377_2192264314247678738_n

Mæli með að kíkja x

ISLANDERS -THE WAY WE LIVE-

Skrifa Innlegg