ISLANDERS -THE WAY WE LIVE-

HeimiliÍslensk hönnun

Mig langar til að segja ykkur frá ótrúlega spennandi verkefni sem tvær ofurflottar konur standa að baki. Þær Auður Gná, innanhússhönnuður og Íris Ann ljósmyndari opnuðu nýlega ISLANDERS sem er ný og fersk heimasíða sem fjallar um áhugaverð heimili Íslendinga á vandaðan hátt.

Það sem helst einkennir heimilin á Islanders er að þau eru öll einstök á sinn hátt og mjög fjölbreytt, hér má finna góða blöndu af mörgum stílum og klárlega eitthvað fyrir alla. Ég bíð spennt eftir næsta heimili sem mun bætast við á næstu dögum en einnig er hægt að fylgjast með ISLANDERS á facebook og á instagram til að missa ekki af neinu innliti.

fc8136_d19b3e7a3477486c80404cc7217b8b1afc8136_0e4f53116fee40e899d3b02952f7bbbcfc8136_6da5c226ce594361b08a0f917b57ac17Screen Shot 2016-05-05 at 08.17.49fc8136_430cf4c6ec5b43edb0f3cd05ee332bde

 Myndir : Íris Ann

Ég er alveg bálskotin í þessu nýja og spennandi verkefni sem er bara eftir að stækka og verða ennþá flottara. Þær stöllur eru algjörlega snillingar í sínu fagi, en hún Auður Gná hefur meðal annars stofnað fallega hönnunarmerkið Further North, á meðan að Íris Ann og eiginmaður hennar eru snillingarnir á bakvið sívinsæla veitingarstaðnum The Coocoo’s Nest! Mæli svo sannarlega með að fylgjast með:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

TJÚLLUÐ ÍBÚÐ Í NAUSTAHVERFI REYKJAVÍKUR

Skrifa Innlegg