LOKSINS STOFUBREYTINGAR

HeimiliPersónulegt

Draumasófinn er loksins kominn heim og við erum nýbúin að klára að setja hann saman. Þið sem fylgst hafið lengi með kannist líklega við það að ég hef verið í sófaleit í nokkra mánuði ef ekki ár og að lokum ákvað ég að kaupa Söderhamn sófann frá Ikea með bleiku áklæði og tungu. Það kemur inn mynd af “nýju” stofunni minni innan skamms – en þangað til getið þið séð smá á bakvið tjöldin á Svartahvitu snappinu, hér að neðan tók ég saman stemminguna sem ég er að leitast eftir núna. Ég viðurkenni að ég hef lengi verið mjög þreytt á stofunni minni sem þarfnaðist alvarlega smá yfirhalningar.

Eins og fram hefur komið þá keypti ég mér bleika Söderhamn sófann sem er reyndar ekki þessi samsetning sem sjá má að ofan. Ég keypti mér einnig ljósbrúnt kýrskinn fyrir dálitlu síðan en vinkona mín sem var að flytja heim erlendis frá kom með skinnið í gær og það er gullfallegt. Mitt skinn er keypt frá Hiderugs í Englandi en ég vil þó benda á að kýrskinn fást hér heima hjá t.d. Sútaranum á Sauðárkróki og einnig til dökkbrúnt í Ikea. Ég er alltaf að koma mér í það að halda smá bílskúrssölu en ég hafði hugsað mér að losa mig við mikið af plakötunum mínum og gæti vel hugsað mér í staðinn nýtt frá elsku Kristinu Krogh sem er svo hæfileikarík, það ásamt draumaspeglinum frá Further North sem varð loksins minn nýlega og fær sinn stað í stofunni.

Ég þarf svo líklega að skipta út sófaborðinu mínu sem er gamalt Stockholm 60’s borð frá Ikea en nota þá Svartan borðið frá Ikea sem hefur nýst sem plöntustandur lengi vel og fær núna loksins að vera í aðalhlutverki. Ég lenti í smá tjóni nýlega með svarta Flowerpot lampann minn og eins óheppin og ég get verið þá er svarti lampinn hættur í framleiðslu svo ég skipti honum þá líklega út fyrir matt-gráann (ég er a.m.k. að vona að heimilistrygginging aðstoði hér).

Ég hlakka mikið til þess að raða upp á nýtt í stofunni en mikið sem ég hef verið löt við að breyta til á heimilinu mínu. Það kemur jafnvel til greina að mála!

Eigið annars góða helgi – hæ hó og jibbý jei.

ISLANDERS -THE WAY WE LIVE-

HeimiliÍslensk hönnun

Mig langar til að segja ykkur frá ótrúlega spennandi verkefni sem tvær ofurflottar konur standa að baki. Þær Auður Gná, innanhússhönnuður og Íris Ann ljósmyndari opnuðu nýlega ISLANDERS sem er ný og fersk heimasíða sem fjallar um áhugaverð heimili Íslendinga á vandaðan hátt.

Það sem helst einkennir heimilin á Islanders er að þau eru öll einstök á sinn hátt og mjög fjölbreytt, hér má finna góða blöndu af mörgum stílum og klárlega eitthvað fyrir alla. Ég bíð spennt eftir næsta heimili sem mun bætast við á næstu dögum en einnig er hægt að fylgjast með ISLANDERS á facebook og á instagram til að missa ekki af neinu innliti.

fc8136_d19b3e7a3477486c80404cc7217b8b1afc8136_0e4f53116fee40e899d3b02952f7bbbcfc8136_6da5c226ce594361b08a0f917b57ac17Screen Shot 2016-05-05 at 08.17.49fc8136_430cf4c6ec5b43edb0f3cd05ee332bde

 Myndir : Íris Ann

Ég er alveg bálskotin í þessu nýja og spennandi verkefni sem er bara eftir að stækka og verða ennþá flottara. Þær stöllur eru algjörlega snillingar í sínu fagi, en hún Auður Gná hefur meðal annars stofnað fallega hönnunarmerkið Further North, á meðan að Íris Ann og eiginmaður hennar eru snillingarnir á bakvið sívinsæla veitingarstaðnum The Coocoo’s Nest! Mæli svo sannarlega með að fylgjast með:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

GYLLTUR HÁTÍÐARSPEGILL

Fyrir heimiliðÍslensk hönnun

Ég hef haft augastað á fallegum speglum frá íslenska hönnunarmerkinu Further North allt frá því að ég sá þá fyrst á Hönnunarmars fyrr á árinu, nema hvað að það var að koma út æðisleg hátíðarútgáfa af speglunum sem er minni en hinir eða um 35 cm í þvermál og er hann gylltur og trylltur. 

10849802_10152895721918011_2505294890051756677_n

Gullfallegur þessi ♡

10841583_10152896249283011_1059730620_n

Speglarnir voru áður til í silfur og koparlit og koma í tveimur stærðum eða 50 og 70 cm í þvermál.

10750138_770769126304545_355950421680231470_o10850025_770948672953257_2984422112345862441_n 10404506_770948609619930_7570902570609380235_n

Svo eru það auðvitað gærupúðarnir sem ég fæ heldur ekki nóg af, íslensk framleiðsla og sérlitaðir fyrir Further North.

Þetta mætti bæði rata undir jólatréð mitt:)

Myndirnar tók hin hæfileikaríka Íris Ann Sigurðardóttir og fyrir áhugasama þá fást Further North vörurnar í Insulu sem er lítill gimsteinn á Skólavörðustíg:)

Fylgstu endilega með Svart á hvítu á facebook -hér