fbpx

FALLEGASTA ÍSLENSKA HEIMILIÐ // HEIMA HJÁ AUÐI GNÁ

Íslensk heimiliÍslensk hönnun

Ég hef lengi haft mikla mætur á Auði Gná innanhússhönnuði og eiganda Further North, hún er einstaklega næm fyrir fallegri hönnun, litum og formum og heimilin hennar alltaf verið algjörlega ómótstæðileg og eru þessar myndir sem konfekt fyrir augun. Hér er á ferð þriðja heimilið hennar sem ég fjalla um á nokkrum árum en Auður Gná hefur gaman af því að taka í gegn íbúðir sem hafa þurft á smá ást að halda, endurskipuleggur þær og innréttar að lokum á öðruvísi og töff máta. Þetta heimili sem staðsett er á Njálsgötu er nú komið á sölu fyrir áhugasama.

Háglansandi gólfefnið er það fyrsta sem vekur athygli og fær hver hlutur sín notið á hvítum grunninum, íslensk list, hönnun og antík er það sem skapar þennan persónulega og eftirtektaverða stíl. Skipulag íbúðarinnar er skemmtilegt, dálítil hringrás, en gengið er beint úr svefnherberginu inná baðherbergið og þaðan fram – og öfugt. Ef þið horfið vel þá sjáið þið einnig að komið hefur verið fyrir gleri í hurðarop og þar fyrir innan er horft inní stærðarinnar sturtu. En eins og Auður Gná segir sjálf frá, þá eru sjaldan gestir þegar við erum í sturtu, sem er vissulega rétt og því ekki vitlaus hugmynd að leyfa birtunni að flæða svona í gegn.

Kíkjum í heimsókn á þetta einstaka heimili, hér er alveg sama í hvaða h0rn er litið, alltaf er eitthvað spennandi í gangi.

Spegillinn frægi sem er einmitt hönnun Auðar frá Further North, veggurinn er málaður í gylltum lit og hér má sjá inn í sturtuna.

Dásamleg litasamsetning í svefnherberginu, og háglansandi svart gólfefni.

Við endurskipulagningu íbúðarinnar var lítið herbergi tekið undir sturtuna – dálítið óvenjulegt og djarft val sem skilar sér þó í þessu hrikalega flotta baðherbergi. Smá fílingur eins og verandi á lúxus hótelsvítu.

Höldurnar á baðherbergisinnréttingunni eru einnig hönnun Auðar Gnáar.

Myndir : Að hluta eftir Gunnar Sverrisson ljósmyndara, ásamt fasteignasölumyndum.

// Frekari upplýsingar hér. 

Algjör gullmoli sem þetta heimili er, dásamlega fallegt hjá þér elsku Auður. Mikið sem mig hlakka til að fylgjast með frekari framkvæmdum og heimilisgerð.

Smelltu endilega á deila hnappinn eða hjartað hér að neðan ef þér líkar við þetta heimili ♡

HALLÓ HEIMUR - 3 MÁNUÐUM SÍÐAR

Skrifa Innlegg