UPPÁHALDS HEIMILIÐ : ISLANDERS

Það eru alltaf nokkur heimili sem ég hreinlega fæ ekki nóg af og gæti skrifað um þau í hverri viku og alltaf þótt þau jafn spennandi. Eitt þeirra er heimilið hennar Auðar Gnáar sem ég hef margoft nefnt hér á blogginu en hún er einnig einn uppáhaldshönnuðurinn minn og þið hafið mögulega rekist á færslur hér inni þar sem sjá má brot af hennar einstaka heimili. Ég viðurkenni að ég hef reyndar líka farið í innlit til hennar fyrir Nude Magazine (fyrra heimilið hennar), síðan kíkti ég í innlit fyrir Glamour og síðast en ekki síst fyrir jól fengum við að kíkja í heimsókn á Svartahvitu snappinu. Ástæða þess að ég er að sýna aftur myndir af heimilinu er sú að núna var að birtast innlit hjá henni á Islanders sem er heimasíða sem fjallar um áhugaverð heimili Íslendinga á vandaðan hátt og með þeim fylgja alltaf skemmtileg viðtöl og greinar sem ég hef mjög gaman af því að lesa. Og ekki má gleyma að Auður Gná er jú stofnandi Islanders.

Ég mæli því sannarlega með því að kíkja við á Islanders og sjá allar myndirnar og endilega smellið like á facebook síðu Islanders til að missa ekki af heimsóknum.

innlit_audur_gna

Heimilið hennar Auðar er algjör draumur og ég get snúist í marga hringi þarna inni að skoða alla fallegu hlutina, listaverkin og hönnunina. Hún er með alveg einstakan stíl, svo fágaður og sýnir vel að þarna býr einhver sem hefur þekkingu á hönnun en á sama tíma er stíllinn svo töffaralegur og ég fíla hann alveg í ræmur.

screen-shot-2017-03-13-at-19-52-52

Teppið og púðarnir eru frá Further North,

unspecified-12-1  islanders-interior-design-audur-gna-26

Jafnvel kaffivélin er aldeilis vel valin og mikil heimilisprýði!

islanders-interior-design-audur-gna-28

Draumaspegillinn minn frá Further North, sem er hönnunarmerki Auðar.

islanders-interior-design-audur-gna-22innlit_audur_gna

Kíkið núna yfir á Islanders og sjáið fleiri myndir, öll smáatriðin og ég lofa að þið verðið ekki vonsvikin.

Hér er alveg alvöru fagurkeri á ferð ♡

svartahvitu-snapp2-1

EINSTAKT HEIMILI KATRÍNAR ÓLÍNU

HeimiliÍslensk hönnun

Hafandi unnið við fjölmiðla í nokkur ár þá hef ég líklega haft samband við yfir hundrað manns og beðið um að fá að kíkja í heimsókn ásamt ljósmyndara fyrir tímarit eða annað. Ég hef því oft lista við höndina yfir aðila sem eru líkleg til að eiga mjög smart heimili og eitt nafn sem hefur lengi verið á listanum mínum er Katrín Ólína, sem er einn fremsti íslenski hönnuðurinn og þið kannist 100% við hennar verk (t.d. Tréð frá Swedese).

Það var svo í gær sem nýjasta innlitið hjá snillingunum á bakvið Islanders birtist og það er einmitt heima hjá Katrínu Ólínu, og það sem ég varð glöð að sjá þessar myndir. Heimili sem er ólíkt öllum öðrum, persónulegt, smá skrítið en alveg ofboðslega fallegt.

Stöllurnar á bakvið Islanders eru þær Auður Gná, innanhússhönnuður og Íris Ann ljósmyndari og fjalla þær um á vefnum sínum áhugaverð heimili Íslendinga á vandaðan hátt. Ég mæli með að þið skellið ykkur yfir á Islanders og lesið greinina og flettið í gegnum þessar geggjuðu myndir. Þær eiga hrós skilið fyrir vandaðar umfjallanir, textinn (á ensku) sem Auður Gná skrifar er sérstaklega vel gerður og gaman að lesa, og myndirnar hennar Írisar Ann eru dásamlegar.


8-2

9-2 18-3 30

// Myndir Íris Ann via Islanders.is

Það eru nokkrir hlutir sem finna má á heimili Katrínar sem sitja á óskalistanum mínum, þar má m.a. nefna postulíns kanínuna sem Katrín skreytti fyrir Rosenthal árið 2005, ásamt Cross lyfjaskápnum frá Cappellini sem ég skal eignast einn daginn (sjáið hann inni á baðherberginu). Þú þarft svosem að vera alveg ekta hönnunarnördi til að yfir höfuð spá í svona hlutum haha. Katrín Ólína er án efa ein af mínum uppáhalds hönnuðum, verk hennar eru mörg hver á mörkum hönnunar, myndlistar og myndskreytinga og það er svo sannarlega hægt að gleyma sér yfir þeim.

Eigið góða helgi !

skrift2

INNLIT: HEIMA HJÁ AUÐI GNÁ

HeimiliÍslensk hönnun

Mig langar svo til að deila með ykkur þessum myndum úr innlitinu frá Auði Gná sem birtist í síðasta tölublaði Nude Magazine. Auður Gná er innanhússhönnuður og mikil smekkdama, en hún rekur ótrúlega fallega sérvöruverslun á Skólavörðustíg sem ber heitið Insula. Ég kolféll fyrir þessum spegli sem sjá má á myndinni hér að neðan, en hann var kynntur á Hönnunarmars í Epal fyrir stuttu, í kjölfarið varð ég svo áhugasöm að taka viðtal við Auði sem startaði nýlega sínu eigin hönnunarmerki Further North og fékk hana til að bjóða mér í heimsókn.

gna1

Það sem ég elska við heimilið hennar Auðar er samansafnið af öllum þessum hlutum sem þú veist ekki alveg hvar þú getur nálgast, þetta er alveg fullkomin blanda af klassískri hönnun í bland við gamla og góða hluti sem hafa sögu. Stíllinn hennar er mjög persónulegur og segist hún sjálf vera mikill grúskari og elskar góða flóamarkaði.

Gna2 Gna3

Heimilið hefur tekið miklum breytingum frá árinu 2006 þegar hún flutti inn, en þá var íbúðin skráð sem herbergi í risi. Eldhúsið sem er algjör draumur hannaði Auður sjálf og lét hún einnig setja í þennan hringlaga glugga sem setur mikinn svip á heimilið.

Eitt af uppáhaldsheimilunum sem ég hef heimsótt:)

Ég mæli með fyrir ykkur sem enn hafið ekki kíkt á nýja kaflann okkar Theódóru –Nude lifestyle, að gera það núna:)

Við erum einmitt á fullu þessa stundina að leggja lokahönd á næsta tölublað af Nude Magazine! Efnið sem við erum með í höndunum er algjör gullmoli, en við heimsóttum t.d. tvær ofursmekklegar píur og mynduðum heimilin þeirra, önnur þeirra er búin að slá í gegn sem fatahönnuður og hin stefnir í sömu átt! Hmmm spennandi ekki satt?;)

Ég ætla að skunda núna upp í sumarbústað í smá afslöppun, og við heyrumst á sunnudaginn!

Eigið góða helgi.

FALLEG VERSLUN : INSULA

BúðirFyrir heimiliðÍslensk hönnunVerslað

Ég ætlaði að vera búin að sýna ykkur þessar myndir frá versluninni Insula á Skólavörðustíg fyrir alltof löngu síðan. En betra er seint en aldrei, svo hér koma þær:) Ég er ótrúlega hrifin af svona litlum sérverslunum og líður alltaf smá eins og ég sé í útlöndum þegar ég skoða vörur sem ég hef hvergi annars staðar rekist á.

Insula er rekin af innanhússhönnuðinum og smekkdömunni Auði Gná, hún er bæði með sérvörur hannaðar af sér t.d. þessa gullfallegu gærupúða ásamt töffaralegum tattoo viskastykkjum og tattoo púðum. -En verslunin er einmitt staðsett fyrir neðan tattoo stofu og deila þau sama inngang.

x0-Cs83FiuAmLI0EEtxjfUwjGP0URP2X1jMJzmvxMIM

 © Nanna Dís / nannadis.com

S_tKaz6aQPD31wkLM9l3_ydv9laUUXuCFtLcBotLcEU

© Nanna Dís / nannadis.com

6QKS_MAxENyNw5bRbkEcHG4pKjVcZogm19HHZKwdG3c

 © Nanna Dís / nannadis.com

H-KyzqrxVhGtgQGWi5pCpgzI3j3nxDNuh-vV2hT0vKc-1

 © Nanna Dís / nannadis.com

Loðnu gærupúðarnir eru eitt það fyrsta sem þú tekur eftir þegar komið er inn í verslunina og eru þeir ofarlega á mínum óskalista. Þeir eru 100% íslenskir og eru sérstaklega framleiddir fyrir verslunina undir nafninu Further North.

fkD4KrdaByW1KlCpG9XJyBwzyXksVD_JkJvdd-Q-SAM

Myndirnar allar hér að ofan tók ljósmyndarinn: Nanna Dís / nannadis.com

1797327_499264900184943_1593019299_n

 Úrvalið í Insula er mjög áhugavert og öðruvísi.. hnífar, ilmvötn, púðar, keramik, myndlist og annað fallegt fyrir augað. Ég þarf einmitt að kíkja á hana aftur sem fyrst, er spennt að sjá allar nýjungarnar frá því síðast:) Hægt er að fylgjast með Insula á facebook hér

Ég mæli með rölti í miðbæinn og kíkja við í leiðinni á hana Auði Gná á Skólavörðustíginn í Insula, það er vel þess virði, þó ekki nema bara til að klappa þessum fallegu gærupúðum!