fbpx

KVRL ♥ KRISTINA KROGH

HönnunÍslensk hönnun

Ég rakst á áhugaverða síðu á facebook nýlega, á síðunni eru seld verk undir nafninu KVRL Design, í fyrstu varð ég hissa að síðan væri á íslensku því mér sýndust þetta vera verk eftir hina dönsku Kristinu Krogh. Ég er mikill aðdáandi verka hennar og hef einnig tekið viðtal við hana. Það næsta á dagskrá var í rauninni að eignast mitt verk eftir hana. En það vill þannig til að við erum mörg hver einstaklega áhrifagjörn. Það er hægt að skipta okkur upp í þrjá hópa, sá fyrsti sér fallega hönnun og kaupir hana, sá næsti ákveður einfaldlega að búa hana til handa sjálfum sér, en sá þriðji ákveður að taka hönnunina/vöruna, búa hana til og selja svo handa öðrum.

1461806_441700355939889_153178676_n1441182_442872359156022_1082972583_n

Myndirnar hér að ofan tók ég af facebook síðu KVRL Design og fæst efsta myndin í rammanum í Mýrinni.

375093_512702832116593_39725350_n

424959_446958742024336_955229944_n

998321_597182087002000_1235788099_n

1235146_580277585359117_866154967_n

Myndirnar hér að ofan eru hinsvegar verk Kristinu Krogh. Kristina er grafískur hönnuður búsett í Kaupmannahöfn, hún hefur hlotið mikla athygli á undanförnu ári fyrir geómetrísk verk sín þar sem hún blandar saman ýmsum efnum og áferðum. Hún hefur einnig hannað línu í samstarfi við Ferm Living og er hún einnig mjög dugleg að koma með nýjungar. Ég verð alltaf jafn svekkt þegar ég rekst á svona ófrumlegheit, og hún varð það svo sannarlega líka þegar ég ræddi við hana í dag.

Hvað finnst ykkur um þetta?

Í TILEFNI DAGSINS

Skrifa Innlegg

21 Skilaboð

  1. Rakel

    28. November 2013

    Nei ertu ekki að grínast! Ég sá þessi verk í Mýrinni um daginn og mér datt ekki annað í hug að þetta væru myndir eftir Kristinu Krogh! Þetta finnst mér mjög borðliggjandi stuldur, enda hafa þessar myndir eftir Kristinu þótt mjög einstakar. Það kemur mér verulega á óvart að Mýrin skuli taka þessar myndir í sölu hjá sér!

  2. Hófí

    28. November 2013

    Ohhh … Ég græt mig sáran af svona. Verst þykir mér þegar verslanir taka þátt og taka vörurnar í sölu. En ég vil halda í vonina að sá sem þetta gerir – honum líði bara verst með þetta sjálfur, þ.e.a.s stuldin. þó sumir séu reyndar algjörlega siðlausir hvað það varðar!

    Mjög ánægð með alla þessa vakningu sem hefur átt sér stað undanfarið en þetta er held ég samt rosalega erfitt viðeignar!

  3. Sigrún Bjarnadóttir

    28. November 2013

    Alls ekki í lagi.

  4. Tinna Brá Baldvinsdóttir

    28. November 2013

    Æj hvað þetta er slæmt! Skelfilegt þegar verslanir taka þátt í svona.

    Við í Hrím seljum einmitt verk eftir hana. Erum að fá sendingu á laugardaginn!
    Og þetta eru ekta verk sem Ferm living framleiðir. Þau eru sett á krossviðsplötu – geggjað flott :)

    Getið skoðað hér

    http://hrim.is/products/kort-og-plakot

  5. Sonja Björk

    28. November 2013

    Ég fæ illt í hönnunarhjartað mitt!!! Ég er svo ánægð að þú skuldir fjalla um þetta :)

    • Svart á Hvítu

      29. November 2013

      sem betur fer kom ég ekki nálægt hönnun á þessari síðu:)
      En góð ábending!

    • Áslaug Þorgeirs.

      2. December 2013

      Ég skil ekki þessa ábendingu?

      • Svart á Hvítu

        2. December 2013

        Henni virðist finnast Trendnet vera kópía af Trendland…

  6. Kristbjörg Tinna

    28. November 2013

    Aaaaaa ég þoli ekki svona!! Og finnst alveg versta sort að Mýrin sé að selja þessar copyur :/ Vonandi fer fólk að opna augun gagnvart þessari tegund óheiðarleika.

    • Svart á Hvítu

      28. November 2013

      Já mér skilst að það sé bara ein mynd til sölu hjá þeim… en þetta er nefnilega mjög góð verslun.

      • Áslaug Þorgeirs.

        2. December 2013

        Búð sem að sérhæfir sig í að selja hönnunarvörur ætti nú að sjá það í sóma sínum að hætta að selja þetta verk, þar sem að þetta er augljós kópía..

  7. Theodóra Mjöll

    28. November 2013

    Ég er svo ánægð Svana að þú sért að vekja athygli á slíkum ófrumlegheitum. Því miður þá er þetta alltof algengt en sem betur fer búum við hér á Íslandi í svo mikilli nálægð hvort við annað að auðvelt er að uppræta og/eða koma “upp” um ófrumlegheitin og stuldrið.

    Svo ég svari Írisi Óski hér fyrir ofan, þá finnst mér kommentið ekki eiga við og ekki í líkingu við það sem Svana er að tala um í færslu sinni.

  8. Sigrun Halldors.

    29. November 2013

    Ohhhh verð svo reið þegar að ég sé svona! Og þetta er alveg too much!! Hver er ánægjan af að copy’a aðra? allt í lagi að fá smá inspiration.. hef séð fleiri grafíska hönnuði sem einmitt hafa leikið með textures og gert svipað og Kristina áður en verkin hennar urðu vinsæl.. en ástæðan fyrir því að hennar verk urðu vinsæl er af því að hún gerði þetta að sínu eigin… og tók það á annað “level”…

  9. Sara

    29. November 2013

    Fyndna er ad logo-ið hennar er einnig stolið, frá RK design sem gerir postera líka. Fannst ég einmitt kannast við það!

  10. Jovana Schally

    29. November 2013

    Oh, en leiðinlegt. Ég er/var ein af þeim sem deildi myndinni þeirra á instagram í von um að vinna þessa fínu mynd. En mikið þykir mér þetta leiðinlegt. Ég til að mynda hafði ekki hugmynd um að þetta væri svona rosalega líkt verkum eftir Kristinu Krogh og var því alveg til í að vinna eitt svona eintak. Ég væri i raun ekki að eltast við að fá verkið vegna þess að það er eftir einhvern þekktari hönnuð, heldur einfaldlega vegna þess að mér þýkir verkið flott. En, svo er allt annað þegar hugmyndafræðin á bak við það er engin, og verkið sama sem copy pastað af verki einhvers annars. Það þýkir mér mjög ómerkilegt….

  11. Elísabet Gunnars

    29. November 2013

    KRISTINA KROGH er komin á óskalista. Ég er alveg sjúk í svona á vegginn minn :)

  12. Ína

    30. November 2013

    Ég er svo ánægð Svana hvað þú ert dugleg að blogga um hönnunarstuld. Það þarf að vera meiri vitundarvakning og hertari viðurlög .. Mér þykir þetta lélegt af KVRL ,,design” þvílík og önnur eins ,,hönnun” eða þannig!!!
    Ég einmitt eeelska verkin hennar Kristinu Krogh og í rauninni er ég gapandi hissa að fólk vogi sér bara að gera nkl eins kópíur og eigna sér svo hönnunina…

    Talandi um Mýrina þá finnst mér búðin vera að taka virkilega fyrir neðan sig..

    Og líka Líf og List í smáralind.. þau eru að selja kópíur af hönnun Hlinar Reykdal.. Meira að segja mjög illa gerðar kópíur
    þessar 2 verslanir gera sig út fyrir hönnun, m.a dýra hönnun það passar þeim illa að selja kópíur:(

  13. Þórunn

    4. December 2013

    Úfffff, vá hvað Íslendingar eru duglegir í hönnunarkópíum! Mér finnst að þú ættir að benda Mýrinni á þetta. Þetta er bara vandræðalegt fyrir þau… líklega hafa þau ekki vitað af myndunum hennar Kristinar.