Ég rakst á áhugaverða síðu á facebook nýlega, á síðunni eru seld verk undir nafninu KVRL Design, í fyrstu varð ég hissa að síðan væri á íslensku því mér sýndust þetta vera verk eftir hina dönsku Kristinu Krogh. Ég er mikill aðdáandi verka hennar og hef einnig tekið viðtal við hana. Það næsta á dagskrá var í rauninni að eignast mitt verk eftir hana. En það vill þannig til að við erum mörg hver einstaklega áhrifagjörn. Það er hægt að skipta okkur upp í þrjá hópa, sá fyrsti sér fallega hönnun og kaupir hana, sá næsti ákveður einfaldlega að búa hana til handa sjálfum sér, en sá þriðji ákveður að taka hönnunina/vöruna, búa hana til og selja svo handa öðrum.
Myndirnar hér að ofan tók ég af facebook síðu KVRL Design og fæst efsta myndin í rammanum í Mýrinni.
Myndirnar hér að ofan eru hinsvegar verk Kristinu Krogh. Kristina er grafískur hönnuður búsett í Kaupmannahöfn, hún hefur hlotið mikla athygli á undanförnu ári fyrir geómetrísk verk sín þar sem hún blandar saman ýmsum efnum og áferðum. Hún hefur einnig hannað línu í samstarfi við Ferm Living og er hún einnig mjög dugleg að koma með nýjungar. Ég verð alltaf jafn svekkt þegar ég rekst á svona ófrumlegheit, og hún varð það svo sannarlega líka þegar ég ræddi við hana í dag.
Hvað finnst ykkur um þetta?
Skrifa Innlegg