fbpx

KRISTINA KROGH ♡

Hönnun

Enn á ný dreymir mig um verk eftir hina hæfileikaríku dönsku Kristinu Krogh sem ég hef nokkrum sinnum áður fjallað um. Það hefur verið gaman að fylgjast með henni þróa sinn stíl í gegnum árin og eru nýjustu verkin hennar þónokkuð ólík þeim fyrstu sem komu út en eiga það þó sameiginlegt að fókusinn er á ólíkar áferðir og efni og alveg jafn hrikalega flott. Ég hef verið með augun á röndótta svart hvíta plakatinu síðan í byrjun sumar og núna er sveimér þá kominn tími til að panta mér eintak. Ég mæli með að skoða allt úrvalið hennar á kkrogh.dk

  

Myndir: Kristina Krogh

Það sem ég er hrifnust af er áferðin á plakötunum sem hvert og eitt er prentað á gífurlega vandaðann pappír, flest þeirra eru prentuð með ‘giclée’ sem er nokkurskonar alþjóðlega viðurkennd listaverkaprentun sem notuð er m.a. af söfnum. Ásamt því má sjá Kristinu notast við sérstakan speglapappír og gullfólíur í hönnun sinni. Ég hef fylgst með Kristinu Krogh í nokkur ár núna og tók einnig viðtal við hana fyrir H&H árið 2013 áður en að nokkur íslensk verslun hóf að selja hennar verk og hef síðan þá verið dyggur aðdáandi enda er ekki erfitt að verða skotin í svona hæfileikaríkum hönnuði.

HAUST & VETUR FRÁ FERM LIVING

Skrifa Innlegg