fbpx

HAUST & VETUR FRÁ FERM LIVING

Hönnun

Núna flæða inn fallegar haustvörur í verslanir landsins, ég veit ekki með ykkur en þetta er minn uppáhaldstími á árinu. Innhólfið mitt hefur þó ekki aðeins verið að fyllast af fréttum af nýjum haustlínum heldur einnig af væntanlegum jólavörum sem ég er ekki alveg tilbúin í að skoða. Byrjum á haustinu takk! Það verður ekki bara einstaklega gott heldur líka sérstaklega fallegt ef marka má myndirnar sem danska Ferm Living sendi frá sér í gær.

  

Bleiki liturinn heldur áfram að vera áberandi sem gleður mig ó svo mikið, en litirnir eru einnig að verða dekkri – vínrauður og dökkgrænn á veggi gæti ekki verið haustlegra. Ég er mjög hrifin af nokkrum vörum sem eru væntanlegar innan skamms frá Ferm Living en spenntust er ég fyrir kertastjakanum hér að neðan sem vinkona mín Hanna Dís Whitehead hannaði í samstarfi við þau. Algjör bjútí og ekki skemmir fyrir að bæta við safnið nýrri íslenskri hönnun! Íslensk hönnun er jú best í heimi ♡

FRÉTTIR: NÝR & SÆTUR MÚMÍNBOLLI

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. María Kristín

  18. August 2017

  Sammála þér með kertastjakann, hann er dásamlega fallegur eins og allt sem Hanna Dís gerir!

 2. Danîel G.

  18. August 2017

  Virkilega flottur kertastjakinn eftir HDW og ljósin á mynd nr 2. Sammála þér með haustið, rútínan og kósíheit per exelans :P

 3. Hanna Dís

  19. August 2017

  Takk elsku Svana!????