Munið þið eftir þessari hér? Ég keypti þessa kommóðu á nokkra þúsundkalla í lok aprílmánaðar og hún vakti hreint ekki lukku hjá húsgagnasmiðnum mínum. Honum þótti hún heldur illa farin en ég náði þó að plata hann til að pússa hana fyrir mig í upprunarlegt ástand, fyrst var hún blá, svo rauð, gul, hvít og að lokum kom tekkliturinn í ljós:) Hún er búin að standa hálfkláruð inni í skúr í margar vikur en loksins fóru sumir í sumarfrí og þá var verkið klárað.
Eins og þið sjáið þá var hún áður án fóta en ég var strax ákveðin í því að fá mér Prettypegs fætur undir hana með málmhringjum á sem fást á Snúran.is. Mér finnst þær gefa komóðunni smá “klassalúkk” og þær smellpassa við stílinn. -Sparaði líka heilmikla vinnu að þurfa ekki að renna nýjar fætur.
Ég skal taka betri myndir eftir nokkra daga og sýna ykkur betur, þarna er lakkið líka ekki 100% orðið þurrt. Ég er einnig að setja í skúffurnar ofsalega fallegar marmarafilmur því að botninn í skúffunum er frekar sjúskaður, held það sé eftir að koma mjög vel út:)
Ég er alveg hrikalega ánægð með þetta, tók sinn tíma en falleg varð hún. Hún er það fyrsta sem er tilbúið fyrir barnaherbergið… núna fer þetta að smella:)
Skrifa Innlegg