fbpx

KAUP DAGSINS : KLASSÍK FRÁ HANS J. WEGNER

HönnunKlassík

Ég var vissulega ekki að kaupa mér þessa stóla þó það væri draumur að rætast. Hinsvegar get ég ekki annað en bent ykkur á þetta dagstilboð sem er á klassísku CH23 stólunum hönnuðum af meistara Hans J. Wegner árið 1950 og eru þessi eintök árituð. Tilboðið stendur aðeins þann 16. júní um allan heim svo sama hvar þið eruð búsett þá getið þið nýtt ykkur það hjá söluaðila Carl Hansen & Søn. Stóllinn hefur ekki verið framleiddur í um 50 ár eða svo og aðeins verið hægt að nálgast þá á antíksölum, en núna hefur Carl Hansen & Søn sett stólinn aftur í framleiðslu og nýtir þetta snilldar tilboð sem kynningu. Ég hef áður spurst fyrir um stólinn í Epal og fullt verð var um 90 þúsund og þessvegna gleður að í þennan eina dag kostar hann 53.500 kr.

Ég er stólasafnari mikill og er búin að hugsa fram og tilbaka hvar ég kæmi fyrir einum slíkum en niðurstaðan var því miður sú að ég get ekki leyft mér svona fallegan stól sem þyrfti að vera notaður sem náttborð haha. Þetta er kauphugmynd dagsins frá mér til ykkar, ég gat ekki setið á þessum upplýsingum þar sem tíminn er svo naumur. Færslan er ekki kostuð frekar en annað sem ég skrifa um ♡

Eins og áður þá er ykkur velkomið að fylgjast með á Snapchat Svartahvitu.

DRAUMAHEIMILI : MEÐ LITI Á ÖLLUM VEGGJUM ♡

Skrifa Innlegg