fbpx

KATE MOSS & BLEIKUR SÓFI

Heimili

Það er alltaf dálítið erfitt að birta nýtt innlit á eftir því sem slær svona ótrúlega í gegn eins og það íslenska sem ég birti síðast, sjá hér. En því ákvað ég að sýna ykkur innlit í eina típíska sænska krúttlega stúdíó íbúð. Hér hefur allt verið opnað upp á gátt með glugga úr eldhúsi inn í svefnherbergi svo birtan flæðir inn ásamt því að stærðarinnar glerveggur aðskilur svefnherbergi og stofu sem gefur heimilinu mikinn karakter og birtu. Veggirnir eru málaðir í hlýjum ljósgráum lit sem fer vel með bleikum sófanum og gylltum smáatriðum. Gylltur eldhúsvaskur flokkast þó aldeilis ekki sem smáatriði heldur meira eins og drottningin á svæðinu. Ég meina hver væri ekki til í gylltan trylltan vask?

Í litlum íbúðum þarf að nýta allt geymslupláss vel og hér þarf að hafa skápana í stofunni.

Eldhúsið er ótrúlega fallegt, með marmaraplötu og gyllti vaskurinn er æði!

 

Sniðug lausn að opna svona rýmið með glervegg til að ná birtunni inn.

Hér hefðu þau vel getað haft fataskápinn en á sama tíma hefði eldhúsið verið töluvert lokaðra, þessi útkoma er töluvert skemmtilegri.

Myndir via Residence 

Núna ætla ég að stíga frá tölvunni og fara út í þetta dásamlega veður sem við erum svo heppin með! Krossum fingur og tær að það haldist svona fram á haust:)

ÍSLENSKT HEIMILI : STÚTFULLT AF LIST & SJARMA

Skrifa Innlegg