JÚNÍ ÓSKALISTINN

Óskalistinn

Júní er uppáhalds mánuðurinn minn á árinu – ég á afmæli þann 9. júní og er mikið afmælisbarn, svo deili ég einnig afmælisvikunni með nokkrum af mínum uppáhalds konum í lífinu. Júní markar alltaf upphafið af sumrinu í mínum huga og ég fæ kitl í magann að hugsa til komandi vikna í (vonandi) blíðskaparveðri. Óskalistinn er alltaf jafn skemmtileg færsla að útbúa, ég elska að láta hugann reika að fallegum hlutum og ég veit að þessir listar gagnast ykkur oft líka vel. Við eigum jú öll afmæli einu sinni á ári ♡

Þessir fallegu hlutir sitja á mínum óskalista – sitthvað fyrir heimilið og annað fínerí ♡

// Grár hördúkur, Kokka. // Fallegt fat frá Bitz, Snúran, Bast. // Lucky Coin hálsmen frá AndreA. // Bast diskamottur, Dimm. // Fallegur eldhúsrúllustandur, Snúran. // Sundbolur! Þessi fegurð er frá Ganni en ég er þó meira í leit að einföldum svörtum þessa stundina;) // Volcanic Glow Body oil frá Angan, pörfekt á leggina í sumar! Hrím. // Kristall kertastjaki frá Reflection, Snúran. // Flóra Íslands frá Crymogea er alltaf jafn heillandi, Haf store og safnbúðir Listasafns Rvk. // Uppáhalds sumar ilmvatnið mitt er Bronze Goddess frá Estée Lauder og mitt var einmitt að tæmast! // Hör munnþurrkur eru á listanum, hægt að nota endalaust! Kokka. // Bjútífúl eyrnalokkar frá Hlín Reykdal, Epal og Hlín Reykdal. // Gylltur veggstjaki frá Haf Studio, Haf Store. // Ferm Living blómaker á svalirnar, Epal. // Falleg óbrjótanleg glös á pallinn, Dimm. // 

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

FRIKKI DÓR SELUR DÁSAMLEGT HEIMILI SITT Í HAFNARFIRÐI

Skrifa Innlegg