fbpx

JÓLAGJAFIR Á SÍÐUSTU STUNDU

JólVerslað

Rétt upp hönd sem er ekki með allar gjafir tilbúnar undir jólatrénu innpakkaðar og fínar? Ég er ein af þeim óskipulögðu en hef þó verið furðulega róleg þessi jólin og ætla mér að eiga stresslaus jól, ég byrjaði daginn á að mæta fersk í viðtal í morgunútvarp Rásar 2 að ræða jólagjafirnar í ár. Ég gleymdi að sjálfsögðu að nefna ýmislegt sem ég ætlaði mér og því ákvað ég að skella í eina góða og stóra gjafahugmyndafærslu – sem er jafnframt sú síðasta í ár. 34 hugmyndir – gjörið svo vel.

jolagjafir1

Fyrir heimilið //

//1. Karafla er eitthvað sem má auðveldlega bæta við heimilið, Kokka. //2. Panthella mini lampi, Epal. //3. Spegill frá Further North, Snúran. //4. Leðurmotta á góðu verði, Línan. //5. Finnsdóttir hönnun klikkar seint, Snúran. //6. Kastehelmi krukka er dásamleg, til í nokkrum litum og 2 stærðum, söluaðilar iittala. //7. Marmarabakki sem ég á sjálf og elska, Kokka. //8. Kaktusvasi frá Serax til í nokkrum stærðum, Dúka. //9. LA Bruket vörurnar eru frábærar og er hægt að fá sápur, baðsölt, olíur og fleira, Snúran. //10. Dots rúmföt frá Ihanna home hafa verið lengi á óskalistanum mínum, Epal. //11. Snjódúfa frá iittala, fallegustu fuglar sem ég veit um eru hönnun Oiva Toikke. Iittala verslunin í Kringlunni. //12. Viðurkennum það, iittala slær í gegn hjá öllum. Aalto skál undir ýmislegt fallegt. Söluaðilar Iittala. //13. Svartur Aalto vasi í takmörkuðu upplagi, söluaðilar iittala. // 14. Dots púði frá Hay, til í mörgum litum. Epal. // 15. Velvet púði er fullkominn á sófann, Línan. // 16. Scintilla púðarnir fínu, fást í Scintilla Skipholti. //

jolagjafir3

Íslenskt já takk // 

//1. Þið ykkar sem sáuð innlitið til Auðar Gnáar hjá Further North á Svartahvitu snapchat rákuð eflaust augun í þessi fallegu ullar dúskateppi. Setja punktinn yfir i-ið í stofunni! Fást í Rammagerðinni og Mýrinni. // 2. Andlit er án efa jólabókin í ár og situr núna í 10. sæti yfir mest seldu bækurnar – vel gert! //3. Munum dagbókin situr á mínum óskalista, ég er að klára 2016 bókina frá þeim núna og er mjög ánægð. Snúran. // 4. Íslensku Angan vörurnar hafa slegið í gegn – mæli með að prófa. Snúran. // 5. Ilmkerti er líklega ein af jólagjöfum ársins, íslensku ilmkertin frá Erlu Gísla eru frábær – mæli með. Hrím, Hlín Reykdal, Litla Hönnunarbúðin og Snúran. //6. Blæti kom, sá og sigraði. Tímarita-bókverk sem er alveg hreinn unaður, mæli með fyrir þá sem kunna að meta ljósmyndir, tísku, list og annað fallegt. Eymundsson. //7. Trefill frá Andreu eða annað dásamlegt úr hennar smiðju, klikkar ekki. AndreA á Strandgötu eða á Laugavegi 70. //8. Kertastjaki ársins er Stjaki frá HAF, fullkominn yfir hátíðarnar en einnig flottur allan ársins hring. Epal og Rammagerðin. //

 

jolagjafir2

Fyrir barnaherbergið // 

//1. Design Letters bolli með upphafsstaf barnsins, Epal og Petit. //2. Stafaljós, Petit og Litla Hönnunarbúðin. //3. Ein dásamlegasta barnabók sem ég hef séð. Ég viðurkenni að ég er mikill aðdáandi Línu Rutar listakonu og er þetta önnur bókin sem hún gefur út. Boðskapur bókarinnar er mjög fallegur og var þessi nýjasta viðbót við töfraheim Núa&Níu til í kringum orðatiltækið “þegar næsta sól kemur” sem er uppfinning sonar Línu Rutar en hann sér oft hlutina í öðru ljósi. Fallega myndskreyttar og vandaðar barnabækur eru frábær gjöf fyrir börnin og ég mæli með að kíkja á þessa. //4. Besta bílabókin eftir vinkonu mína og snillinginn Bergrúnu Írisi er einnig á óskalista sonar míns, við eigum flestar hennar bækur og þær eru lesnar kvöld eftir kvöld, er þar Vinur minn vindurinn í uppáhaldi. Fallegar myndskreytingar og skemmtileg saga:) //5. Sætasti kollurinn sem til er? Bambakollur sem fæst í Epal. //6. Tulipop lampi ásamt flestum þeirra vörum eru dásamlegar og í uppáhaldi hjá syni mínum. Epal. //7. Falleg dótageymsla fyrir leikföng eða annað, til í 3 mynstrum og litum. Snúran. //8. Múmín vekjaraklukka, Snúran. //9. Loftbelgur sem til er í mörgum stærðum og gerðum. Myconceptstore. //19. Stafakall frá teiknisnillingnum Heiðdísi Helgadóttur. Fást hjá Heiðdísi á Strandgötu og á Laugavegi 70. //

 

Vonandi koma þessar hugmyndir að góðum notum:)

svartahvitu-snapp2

FYRSTA SNAPCHAT INNLITIÐ: SVARTAHVITU

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Berglind

    26. December 2016

    Veistu hvað dúskateppið kostar :)