fbpx

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR #2

Fyrir heimiliðJól

Hér eru enn fleiri jólagjafahugmyndir fyrir ykkur sem enn eruð í vafa hvað skal setja undir jólatréð í ár, ég er varla sú eina sem er ekki búin að kaupa neinar jólagjafir svo þessi listi mun líklega koma nokkrum ykkar að góðum notum. Fullt af fínum hugmyndum fyrir heimilið handa sönnum fagurkerum, næsti listi verður síðan tileinkaður litlum krílum og hver veit nema að ég taki saman góðan lista fyrir herrana en það er yfirleitt sú gjöf sem ég geymi fram á síðustu stundu. Flestar verslanir eru í dag með ágætis vefverslanir (að minnsta kosti þegar kemur heimilisverslunum) svo það er því hægt að undirbúa sig og vera því ekki æðandi á milli verslana í stressi hafandi ekki hugmynd um hvað skuli kaupa. Ég eyddi dágóðum parti af kvöldinu vafrandi á milli nokkra vefverslana og hallaði mér aftur í sófann á meðan og maulaði á smákökum, er ekki ágætt að plana jólagjafakaupin þannig? Hér eru 11 fínar hugmyndir sem hægt er að gefa þeim sem kunna að meta fallega hluti:)

 

Jólagjafahugmyndir2

 

1. Sebrahestur Kay Bojesen er dásamlega fallegur og klassískur í senn, 14.950 kr. Epal. // 2. Iittala Kastehelmi er mín uppáhaldslína, kertastjakapar, 4.450 kr. Kokka. // 3. Kastehelmi kökudiskur, 5.800 kr. Kokka. // 4. String Pocket hilla (eru á 20% afslætti til áramóta), 19.680 kr. Epal. // 5. Bleikur dýrahaus úr pappír, hversu skemmtilegt veggpunt! 5.900 kr. Litla Hönnunarbúðin. // 6. Marimekko doppulínan (Siirtolapuutarha- þeir eru ekkert að auðvelda nöfnin á vörunum sínum!) ég gæti vel hugsað mér að eiga alla línuna. 3.700 kr. Epal. // 7. Eyland hálsmen frá Einveru, love it!, 6.990 kr. Einvera. // 8. Hvítt marmarabretti, 5.590 kr. Intería. // 9. Gólfpulla sem hefur mögulega setið á óskalistanum mínum í nokkur ár, þessa er hægt að næla sér í á Mottumarkaðnum sem stendur fram til 19.desember. 13.000 kr. sjá markað hér. // 10. Geómetrískur kertastjaki, 3.990 kr. Minimal Dekor. // 11. Bók ársins er Inni eftir Rut Kára, þessari hef ég flett fram og aftur hún er einfaldlega algjört æði. 10.990 kr. Crymogea, Epal, Eymundsson. //

Vonandi koma þessar hugmyndir ykkur að góðu gagni, bara 8 dagar til jóla! Og 2 dagar þar til ég dreg úr risa jólagjafaleiknum:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

JÓLIN HEIMA

Skrifa Innlegg