JÓLIN HEIMA

JólaPersónulegt

Það er frekar óvenjulegt að ég sé búin að setja nánast allt jólaskrautið mitt upp 10 dögum fyrir jól en ég fékk til mín ljósmyndara í gær sem tók myndir hér heima fyrir Vikuna og þá þurfti heimilið að sjálfsögðu að vera í jólafötunum. Ég á reyndar ekki mjög mikið af jóladóti en nýti bara það sem er til og bæti hægt og rólega í safnið, ég er ekkert stressuð að eiga ekki heilu kassana af jólapunti það gerist bara þegar ég verð aðeins eldri. Ég er einnig búin að setja upp jólatréð en það er varla mikið hærra en sonur minn sem mér finnst mjög skemmtilegt og hann elskar það í ræmur hættir ekki að segja “vááááá” þegar hann sér það. Ég er aldeilis að upplifa jólin á allt annan hátt með þennan litla gorm mér við hlið:)

Screen Shot 2015-12-15 at 15.11.39

 Það er eitthvað jólalegt við það að setja greinar í vasa, grænt og fallegt. Eigum við svo að ræða þetta fallega fjaðraskraut sem ég fékk mér um helgina á markaði hjá Further North, kærastinn fékk vægt áfall yfir þessu og hélt ég væri að grínast með þessu skrauti En nei aldeilis ekki, þetta hafði setið á óskalistanum mínum lengi og varð loksins mitt um helgina og það sem ég er ánægð með það:)

Screen Shot 2015-12-15 at 15.13.15

Ljósmyndarinn að störfum og ég stelst til að smella einni mynd af…  Ég er með smá valkvíða hvað skuli gera við Postulínu blómapottinn minn hangandi sem á þetta horn venjulega, finnst hann vera í smá keppni við jólatréð fína. Ætli ég taki hann niður fram yfir áramót? Hér að neðan má svo sjá mjög einfalda hugmynd sem ég vippaði upp á engum tíma, “jólatré” úr ljósmyndum. Ég tók þessar saman af netinu en ætla að bæta í hægt og rólega og taka úr, enda setti ég þetta upp á engum tíma og án þess að hugsa mikið út í hvaða myndir þetta væru. Ég sé fyrir mér að bæta við örlítið persónulegri myndum líka:)

12366539_10154390637663332_1738524263_n

Svo fara að birtast enn fleiri jólagjafahugmyndir hér á síðunni, þetta er allt í vinnslu:) Vonandi gengur jólaundirbúningurinn hjá ykkur vel og við séum öll svona að mestu leyti laus við jólastressið, það er svo leiðinlegt að verða stressaður þegar við eigum bara að vera að njóta tímans.Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

UPPÁHALDS INSTAGRAM: 49kvadrat

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

 1. edda

  15. December 2015

  fallegar greinar – hvaðan eru þær? og veistu hvað þessar heita?

  • Svart á Hvítu

   16. December 2015

   Ég man því miður ekki nafnið, en ég fékk þær í blómadeildinni í Garðheimum:)

   • Kristbjörg Tinna

    16. December 2015

    Eru þær lífs eða liðnar? :D

 2. Helga Ingimundardóttir

  16. December 2015

  Ég dýrka hringlaga teppið undir jólatréinu. Passar æðislega við mottuna. Hvar fékkstu það? :)

  • Svart á Hvítu

   16. December 2015

   Ég fékk það í fyrra í Hrím, er frá Ferm Living sem fæst einnig í Epal:)

 3. Edda

  16. December 2015

  Fallegt – hvað heita þessar greinar? og hvar fékkstu þær? :)

  • Svart á Hvítu

   16. December 2015

   Ég man því miður ekki nafnið, en ég fékk þær í blómadeildinni í Garðheimum:)

 4. Erla

  17. December 2015

  Fínt hjá þér. Mér finnst að blómapotturinn megi alveg vera áfram en ég er svo sem alltaf með aðeins of mikið af dóti uppivið sjálf. Annars gæti verið skemmtilegt að hengja fallega ljósastjörnu á krókinn sem gæti verið hálfgerður jólatréstoppur!