fbpx

UPPÁHALDS INSTAGRAM: 49kvadrat

HeimiliUppáhalds

Örstutt færsla seint á föstudagskvöldi með myndum frá einum af mínum uppáhalds instagrammara, henni Tinu sem er með @49kvadrat. Eins og nafnið gefur til kynna þá er íbúðin 49 fermetrar og afar smekklega innréttuð. Það sem ég elska við þetta heimili er hversu hlaðið það er af dóti, hér er enginn minimalískur lífstíll í gangi heldur fá allir hlutirnir að njóta sín vel uppi á hillum og á borðum. Mögulega of mikið af hlutum að margra mati, en mér finnst þetta vera æðislegt! Takið líka eftir því hvað þetta er nánast alltaf sama sjónarhornið nema með nýjum uppstillingum af fallegum hlutum og myndum ♡Screen Shot 2015-12-12 at 00.34.40Screen Shot 2015-12-12 at 00.33.34Screen Shot 2015-12-12 at 00.35.03 Screen Shot 2015-12-12 at 00.34.01 Screen Shot 2015-12-12 at 00.33.10 Screen Shot 2015-12-12 at 00.32.54 Screen Shot 2015-12-12 at 00.32.18 Screen Shot 2015-12-12 at 00.32.08 Screen Shot 2015-12-11 at 23.28.07 Screen Shot 2015-12-11 at 23.27.47Screen Shot 2015-12-12 at 00.30.55

Screen Shot 2015-12-11 at 23.20.41Screen Shot 2015-12-11 at 23.22.51 Screen Shot 2015-12-11 at 23.26.57 Screen Shot 2015-12-11 at 23.25.51 Screen Shot 2015-12-11 at 23.25.12 Screen Shot 2015-12-11 at 23.24.20 Screen Shot 2015-12-11 at 23.23.44 Screen Shot 2015-12-11 at 23.23.19 Screen Shot 2015-12-11 at 23.23.03 Screen Shot 2015-12-11 at 23.22.38 Screen Shot 2015-12-11 at 23.22.17 Screen Shot 2015-12-11 at 23.21.43 Screen Shot 2015-12-11 at 23.21.06 Screen Shot 2015-12-11 at 23.20.15

Litapallettan er frekar hlutlaus sem gerir það að verkum að útkoman er alls ekki draslaraleg, heldur bara nokkuð hugguleg! Er ég nokkuð ein um að heillast af svona stíl? Ég tengi auðvitað alveg núll við þennan minimalíska lífstíl sem svo margir heillast að um þessar mundir, hún Tina hefur a.m.k. ekki fengið skilaboðin:)

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.4211

TOPP 5: HEIMILISILMIR

Skrifa Innlegg

15 Skilaboð

  1. Arna

    12. December 2015

    Alls ekki ein um að heillast, mjög smart þykir mér. Og þegar ég heyri mínimalískur stíll þá hugsa ég tómlegt

  2. Líneik Lazare

    12. December 2015

    Mig dreymir um svarta plöntustandinn. Hefuru hugmynd um hvar hann fæst?

    • Svart á Hvítu

      12. December 2015

      Hann er frá Menu og er því hægt að sérpanta hjá Epal:)

      • Þórhildur

        13. December 2015

        Veistu hvort það er hægt að fá svipaða plöntustanda einhvers staðar annars staðar á Íslandi? Hef verið að leita eftir svona einföldum, jafnvel aðeins hærri.

        • Svart á Hvítu

          15. December 2015

          Það eru líka til plöntustandar frá Ferm Living, fást í Epal og Hrím:)
          Dettur þeir helst í hug!

  3. Þórhildur

    13. December 2015

    Annað, hvar myndu fást svona smart tágakörufr eins og eru þarna við sófaborðið?

  4. María Sigurborg Kaspersma

    13. December 2015

    Ekkert smá flott íbúð. Ekki veist þú nokkuð hvar sjónvarpsskenkurinn fæst? I need it :)

    • Svart á Hvítu

      15. December 2015

      Þetta er Besta frá Ikea, til í nokkrum stærðum! Er einmitt með svona undir mínu sjónvarpi!:)

      • María Sigurborg

        15. December 2015

        Takk fyrir :)

  5. Anna

    15. December 2015

    Hvaðan er náttborðið?

    • Svart á Hvítu

      15. December 2015

      Þetta er Componibili frá Kartell, fæst í Epal:)
      -Svana

      • Anna

        16. December 2015

        Takk

  6. Svava

    16. December 2015

    Mjög flottur stíll. Ég hef samt mestan áhuga á að vita hvernig hún nær að breyta alltaf myndauppröðuninni án þess að gera veggina að gatasigti.

    • Svart á Hvítu

      16. December 2015

      Hahah ég var einmitt líka búin að velta þessu fyrir mér…