fbpx

Iittala & Menu á Ambiente

HönnunKlassík

Básarnir hjá Iittala og Menu standa alveg uppúr af Ambiente vörusýningunni í ár. Ég lagði áherslu á að skoða bása hjá fyrirtækjum sem eru með söluaðila hér á Íslandi, en gaf mér að sjálfsögðu líka tíma til að kynna mér nýjungar og kynnast flottum nýjum hönnunarfyrirtækjum sem munu eflaust rata hingað heim innan skamms. Það eru jú flestir íslenskir verslunareigendur einnig staddir hér úti:)

IMG_9156IMG_9141IMG_9144IMG_9147IMG_9148

Iittala var með risavaxinn bás þar sem öll vörulínan þeirra var kynnt eins og hún leggur sig. Þeir lögðu mikið uppúr fallegum útstillingum og  að var svo sannarlega hægt að láta sig dreyma þarna, iittala er jú alveg glæsilegt fyrirtæki!

Mig dreymir um Iittala Rain línuna sem er einmitt glæný…þessi blái tæri litur er gullfallegur,

rain3

 

rain2

Venjulega er ég ekki það hrifin af bláum litum, en mér finnst þessi blái litartónn vera alveg einstaklega fallegur, hann er svo hlýr og náttúrulegur á litinn.

Draumur í dós  ♡

IMG_9194

MENU kom einnig mjög sterkt inn í ár með glæsilegann sýningarbás og stærðarinnar bar. Vörulínan þeirra er virkilega falleg og mikið af spennandi nýjungum væntanlegar frá þeim.

IMG_9159IMG_9160IMG_9161IMG_9162

Ég get ekki beðið eftir að þessar vörur rati í verslanir.

Ég er enn eftir að sjá heilmikið á þessari risavöxnu sýningu, en þessir tveir básar standa uppúr enn sem komið er:)

Bestu kveðjur frá Ambiente,

-Svana

INNLIT Í EINDHOVEN

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

 1. Katrín Brynja

  6. February 2014

  Þetta er einstaklega flott! My favourite colour!! Og geggjað með glæru.

 2. Helga

  6. February 2014

  Ó, svo fögur!

 3. Margrét

  6. February 2014

  Sjúklega flott, læt mig dreyma líka!

 4. Reykjavík Fashion Journal

  7. February 2014

  Ó mér finnst þetta fallegur litur! Hefði ekkert á móti því að eiga Alvar Aalto vasann í þessum fallega li <3

 5. Kolla Hrafnkels

  7. February 2014

  langar svo mikið í þennan lit!!
  veistu hvar þessi glös fást?

 6. Margrét Karen

  7. February 2014

  Hæhæ
  Ég á svona ó svo fína ittala skál (reyndar ekki í þessum lit) en ég hef bara ekki hugmynd um hvað ég get látið í hana. Hún er svo tómleg svona með engu í. Ertu með eitthverjar hugmyndir?
  Kveðja, Margrét

  • Svanhildur

   8. February 2014

   Ég er með kerti (þykkt, “kubbakerti”) og stóra perlufesti í hrúgu í mínum skálum, mér finnst það koma voða vel út :)

 7. Þóra

  8. February 2014

  ég er á fullu að telja sjálfri mér trú um að ég VERÐI að eignast eitthvað í þessum lit…. hmmm ha?! hann er gordjöss

 8. Kristbjörg Tinna

  10. February 2014

  Það er einmitt komið að því að ég VERÐI að eignast blómavasa.. kannski ég láti loksins verða af því? ;)

 9. Auður

  10. February 2014

  Ég sjálf er alls ekki fyrir blán lit, en þessi litur er alveg að fara með mig. Ég er gjörsamlega obsessed með hann! Hrikalega fallegur, langar í túlípanavasann í þessum lit. Ég bíð bara þar til ég gifti mig :)

  • Svart á Hvítu

   10. February 2014

   Haha já það er náttla kosturinn við að gifta sig.. þú færð ALLT sem þig langar í!:)

 10. Eva Ýr

  12. February 2014

  Smá spurning, þegar þú býrð til svona “Collage” með mörgum missmunandi myndum setta saman í eina mynd hvaða forrit ertu að nota? Bara photoshop eða eitthvað skemmtilegt sem hægt er að nota online?

  Annars takk fyrir skemmtilegt blogg :D

  • Svart á Hvítu

   13. February 2014

   Mér hefur fundist einfaldast að nota photoshop.. en líklega því ég kann best á það forrit:)
   Annars eru til forrit eins og t.d. polyvore sem eru ókeypis á netinu.. en svo veit ég að Erna Hrund gerir collage myndir í power point.. mismunandi hvað hver kýs:)

   • Eva Ýr

    13. February 2014

    Takk :)