Básarnir hjá Iittala og Menu standa alveg uppúr af Ambiente vörusýningunni í ár. Ég lagði áherslu á að skoða bása hjá fyrirtækjum sem eru með söluaðila hér á Íslandi, en gaf mér að sjálfsögðu líka tíma til að kynna mér nýjungar og kynnast flottum nýjum hönnunarfyrirtækjum sem munu eflaust rata hingað heim innan skamms. Það eru jú flestir íslenskir verslunareigendur einnig staddir hér úti:)
Iittala var með risavaxinn bás þar sem öll vörulínan þeirra var kynnt eins og hún leggur sig. Þeir lögðu mikið uppúr fallegum útstillingum og að var svo sannarlega hægt að láta sig dreyma þarna, iittala er jú alveg glæsilegt fyrirtæki!
Mig dreymir um Iittala Rain línuna sem er einmitt glæný…þessi blái tæri litur er gullfallegur,
Venjulega er ég ekki það hrifin af bláum litum, en mér finnst þessi blái litartónn vera alveg einstaklega fallegur, hann er svo hlýr og náttúrulegur á litinn.
Draumur í dós ♡
MENU kom einnig mjög sterkt inn í ár með glæsilegann sýningarbás og stærðarinnar bar. Vörulínan þeirra er virkilega falleg og mikið af spennandi nýjungum væntanlegar frá þeim.
Ég get ekki beðið eftir að þessar vörur rati í verslanir.
Ég er enn eftir að sjá heilmikið á þessari risavöxnu sýningu, en þessir tveir básar standa uppúr enn sem komið er:)
Bestu kveðjur frá Ambiente,
-Svana
Skrifa Innlegg