fbpx

ÍSLENSKT HEIMILI // ÚTSÝNISÍBÚÐ HÖNNUÐ AF HAF STUDIO

HeimiliÍslensk hönnun

Heimilisinnblástur dagsins er þessi glæsilega útsýnisíbúð í Breiðholti sem HAF STUDIO sérhannaði allar innréttingar fyrir. Íbúðin er opin og björt og alveg einstaklega fallegt reykt fiskibeina eikargólfið ásamt sérhannaðri innréttingarlínu úr reyktri eik gefur hlýju og sjarma. Allar innréttingar voru hannaðar af HAF STUDIO og framleiddar af Parka en þaðan er eikargólfið einnig.

Húsgögnin eru sérlega smekkleg en þarna má einnig sjá nýtt sófaborð sem framleitt er af HAF STUDIO með marmaraplötu (Nero marquina flís), Y-stólar Hans Wegner eru klassískir ásamt gordjöss Beni Ourain ullarmottu frá HAF STORE sem hjartað mitt þráir. Glæsilegur leðursófinn er kunnuglegur, en hann höfum við einnig séð á heimili frú Elísabetar Gunnars, hann er frá Norr11. Kíkjum í heimsókn, 

// Ljósmyndari Gunnar Sverrisson

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

KUBBADAGATAL FRÁ SANÖ REYKJAVÍK

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

3 Skilaboð

  1. Anna Sesselja

    5. December 2018

    Hæhæ, ekkert smá fallegt heimili!

    Veistu hvaðan svarta ljósið er?

  2. Inga

    11. December 2018

    Veistu hvaðan spegillinn úr svefnherberginu er?