fbpx

INSTAGRAM VIKUNNAR @ELLEDECORATIONSE

HönnunHugmyndirMæli með

Þetta er mögulega ekki frumlegasta síðan sem ég hef bent ykkar á að fylgjast með á Instagram þar sem Elle Decoration er eitt vinsælasta heimilis og hönnunartímaritið sem gefið er út. Það er þó vel við hæfi að mæla með að fylgjast með tímaritum á vefnum þar sem ég braut nýlega tímarita kaupbannið mitt sem ég setti mér fyrir allnokkru síðan í sparnaðarskyni. Ég settist ánægð niður með mitt danska blað sem ég ákvað að splæsa í og komst að því að ég var búin að skoða helming efnisins á netinu. Ég held því sátt áfram með tímaritakaupbannið og hlakka til að nota peninginn í eitthvað mjög spennandi í staðinn!

Mæli því með að fylgjast með @elledecorationse á instagram. Svo er vel hægt að útbúa sitt eigið “tímarit” ég elska möguleikann á að vista þær myndir á instagram sem heilla mig – en fyrir þá sem ekki vita þá er það gert með því að smella á “borðann” í hægra horni fyrir neðan myndina. Til að skoða vistaðar myndir þarf svo einfaldlega að strjúka til vinstri á forsíðunni þinni á instagram og voilà – fullt af djúsí innblæstri sem hittir beint í mark ♡

Myndir @elledecorationse

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

ÓSKALISTINN // TACCIA & SNOOPY FRÁ FLOS

Skrifa Innlegg