Ég elska þetta heimili í ræmur, hvert og eitt einasta rými! Heimilið er fullkomið í sínum ófullkomnleika ef svo má kalla, persónulegar myndir á veggjum, listaverk barnanna, rammar í bunkum sem bíða þess að vera hengdir upp á vegg, krumpaður sófi og “bara” einföld vekjaraklukka ásamt bók á náttborðinu. Hið venjulega líf sem mætti alveg birtast okkur oftar, ekki stíliseraður heimur. Þó mega húsráðendur eiga það að þau hafa þó ansi góðan smekk.
Myndir via Esny.se
Grái liturinn á svefnherberginu er æðislegur, en heitust er ég þó fyrir þessum gamla glerskáp í eldhúsinu – algjör draumur að eiga glerskáp undir allt fíneríið.
Skrifa Innlegg