fbpx

INNLIT: MEÐ SPEGLAVEGG Í STOFUNNI

BaðherbergiEldhúsHeimiliHugmyndir

Ég er dálítið skotin í þessu heimili og alveg sérstaklega skotin í speglaveggnum í stofunni. Við vitum flest að speglar láta rými virka stærri og það að þekja heilann vegg með speglum gerir stofuna nánast helmingi stærri. Fyrir utan spegilinn eru glerhurðarnar sem loka af eldhúsið sérstaklega fallegar ásamt gluggaveggnum sem aðskilur baðherbergið og svefnherbergið. Það hefur orðið æ algengara að sjá gluggaveggi í skandinavískum hönnunartímaritum og bloggum og þetta er klárlega trend sem við munum sjá meira af. Það er sérstaklega góð hugmynd að brjóta niður vegg til hálfs og gera úr gluggavegg, það bæði hleypir birtu svo vel inn og lætur rýmið virka stærra svo er það hreinlega svo töff.

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2OTExLmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Takið eftir hvað listarnir koma vel út, óvenjulega háir við gólfið en mjög flottir og gefa íbúðinni mikinn karakter

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2OTE3LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Í draumahúsinu mínu myndi ég vilja setja upp svona gamlar glerhurðar í eldhúsið, oh svo smart!

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2OTAzLmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDg5LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDk1LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDM5LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Hér má sjá gluggavegginn sem um ræðir, það er lítið mál að gera gluggavegg úr veggjum sem eru úr gifsi en annað mál ef það eru steyptir burðarveggir sem en þá þarf að tala við fagfólk. Þarf að taka saman færslu með nokkrum flottum útfærslum á gluggaveggjum:)

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDQ1LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDUxLmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Það kemur vel út að þekja heilann vegg á baðherberginu með spegil – enn og aftur hvað rýmið stækkar fyrir vikið og hleypir dagsbirtunni inn útaf gluggaveggnum, þið sjáið á myndinni hér að neðan að annars væri baðherbergið alveg gluggalaust. Mjög sniðug lausn!

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzE2NDY3LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2ODg1LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Góð hugmynd að hafa tveggja hæða fatahengi á þröngum göngum til að nýta plássið sem best

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2ODk1LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Heimatilbúið sófahorn í eldhúsinu

aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2ODk5LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2ODkxLmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2OTA1LmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA= aW1hZ2VzMDIuZmFzYWQuZXUvMzEzLzQwMDIxNS83NDI0NzcvaGlnaHJlcy81MzI2OTEzLmpwZ3cxOTIwaDBtcmVzaXplcjBzMGIwdGMxMDA=

Mjög smart innlit, hvað stendur uppúr hjá ykkur?

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.421111

INNLIT: SJARMERANDI MEÐ FALLEGRI HÖNNUN

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Margrét

  15. July 2016

  Við fyrstu sýn hélt ég að fyrsta myndin væri svarthvít. Mér finnst baðherbergið svo mega!!! Þar er nóg af fallegum við sem svona fyrir minn smekk vantar annars í íbúðinni. En falleg er hún ekki spurning. Uppúr stendur 1. baðið, 2. grænu plönturnar, 3. franska glerhurðin, 4. thonet stólarnir og 5. dökku fúgurnar í eldhúsinu með hvítum flísum.

  • Svart á Hvítu

   15. July 2016

   Er mjög sammála þér, hefði gefið henni mikinn hlýleika og sjarma að vera með meiri notkun á við.
   -Svana

 2. Guðrún

  15. July 2016

  Sæl

  Ekki gætir þú sagt mer hvaðan hvíta kringlótta eldhús borðið er og hvort það sé hægt að fá það her heima ?

  Hef séð það í nokkrum innlitum hjá þér og er svo hrifin af því

  • Svart á Hvítu

   15. July 2016

   Hæhæ, þetta fína borð er frá Ikea, heitir Dockster, -upprunalega borðið (töluvert dýrara) er frá Knoll og heitir Saarinen, hægt að panta hjá Epal.
   -Svana:)