fbpx

INNLIT: HOLLYWOOD GLAM

Heimili

Í dag ákvað ég að breyta aðeins útaf vananum og birta heimili ólíkt þeim sem birtast hér oftast. Við ætlum nefnilega að kíkja yfir til Bandaríkjanna! Hér ræður glamúrinn ríkjum og mikið um gull og það má einnig finna dýramynstur í öllum rýmum sem ég hrífst mikið af. Amerískur heimilisstíll er oft töluvert íburðarmeiri og með húsgögnum og skrautmunum sem við sjáum ekki mikið af hér heima sem er skemmtileg og góð tilbreyting.

Á þessu glæsileg heimili býr innanhússhönnuðurinn og bloggarinn Kristin Cadwallader ásamt fjölskyldu sinni, kíkjum í heimsókn!

The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-12(2) The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-19_0 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-20(1) The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-21_0 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-22(1) The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-25_0 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-27(1) The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-30_0The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-56_0The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-72The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-66The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-38(1) The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-42 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-44 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-45 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-48 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-49 The-Everygirl-Kristin-Cadwallader-Home-Tour-50_0

Heimild: The every girl

Svefnherbergið er í uppáhaldi hjá mér og þá sérstaklega hversu smart búið um rúmið er, fölbleika teppið á móti tropical púðunum er fullkomin tvenna ásamt því hvernig skartið og sólgleraugun fá að njóta sín vel. Í stofunni er loftljósið algjör draumur ásamt þessari æðislegu flauel pullu/borði og hlébarðapúðarnir eru geggjaðir. Eitt það sem ég er mest hrifin af við þennan ameríska stíl er að mér tekst ekki að geta bent á alla hluti og sagt til um hvaðan þeir eru sem ég geri á auðveldan hátt við þessi skandinavísku.

Hvernig litist ykkur á að sjá nokkrum sinnum í mánuði heimili fyrir utan Skandinavíu? Þetta hér að ofan lofar að minnsta kosti mjög góðu, ég er ekki frá því að ég sé byrjuð að leita mér að hlébarðapúðum á sófann. Ef svona efni leggst vel í ykkur mæli ég með því að smella á like-hnappinn hér að neðan svo ég sjái hvernig áhuginn er.

Eigið annars ljómandi góða helgi,

Screen-Shot-2015-04-23-at-22.38.42111

INNLIT: TÍSKUHÖNNUÐURINN & SMEKKPÍAN FILIPPA K

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Ragnhildur Sigurðardóttir

    29. August 2016

    já endilega fleiri svona innlit :) virkilega fallegt !