fbpx

INNLIT HJÁ TÍSKUSKVÍSU FRÁ KAUPMANNAHÖFN

Heimili

Litagleðin heldur áfram í fallegum heimilum sem við skoðum enda varla annað hægt en að vera opin fyrir litríkum og glaðlegum heimilum svona þegar veðurblíðan er farin að láta sjást til sín hér heima. Núna er rétti tíminn til að breyta aðeins til á heimilinu og koma því í sumarbúninginn, litríkir púðar á sófann og blóm í vösum, sumarleg veggspjöld í ramma og jafnvel hvíla aðeins nokkur kerti og kúruteppin á sófanum fara inn í skáp (eyða frekar tíma utandyra en uppí sófa).

Vorin eru oft tími breytinga sérstaklega hjá okkur sem fáum meiri orku við lengri dagsbirtu. Núna er ég einnig í pallahugleiðingum og við höfum verið að skoða aðeins hvernig megi gera pallinn okkar smá huggulegann fyrir sumarið þar sem sumrinu verður að mestu leyti eytt heima fyrir í framkvæmdum.

Kíkjum í heimsókn til Marie Jedig, tískuskvísu frá Kaupmannahöfn sem er með yfir 80 þúsund fylgjendur á Instagram. Þar birtir hún nánast bara tískutengt, en sænska tímaritið Elle Decoration tók saman þetta fallega innlit til Marie.

 

Myndir via Elle Decoration

// Fylgstu einnig með á Instagram @svana.svartahvitu 

MEÐ BLEIKA STOFU & LITRÍKAN SMEKK

Skrifa Innlegg